Afmælisbörn 15. maí 2015

Rúnar Erlingsson1

Rúnar Erlingsson

Aðeins eitt Glatkistuafmælisbarn er á skrá að þessu sinni:

Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og sjö ára á þessum ágæta degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar hefur alið manninn í Danmörku mörg undanfarin ár.