Rakarinn í Sevilla á sviði Íslensku óperunnar

Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum…

Afmælisbörn 30. júní 2015

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Afmælisbörn 29. júní 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og sex ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Afmælisbörn 28. júní 2915

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld átti þennan afmælisdag en hann fæddist 1847. Sveinbjörn er auðvitað kunnastur fyrir þjóðsöng Íslendinga, Lofsöng (Ó guð vors lands), sem Matthías Jochumsson samdi ljóðið við fyrir þjóðhátíð 1874 í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Sveinbjörn sem starfaði mestmegnis erlendis samdi fjöldann allan…

Afmælisbjörn 27. júní 2015

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrjátíu og fimm ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Afmælisbörn 26. júní 2015

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns er fjörutíu og níu ára gamall. Hann kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk…

Afmælisbörn 25. júní 2015

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést 1995, níræð að aldri. María (f. 1905) var af miklu söngfólki komin og söng t.a.m. oft með systkinum sínum bæði opinberlega sem og á plötum. Hún lagði stund á söngnám í Þýskalandi og starfaði þar…

Afmælisbörn 24. júní 2015

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og sex ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en…

Vestanáttin sendir frá sér plötu

Hljómsveitin Vestanáttin hefur sent frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er skipuð þungavigtarfólki úr íslensku tónlistarlífi. Vestanáttin var stofnuð fyrir rúmu ári síðan af Guðmundi Jónssyni, lagasmiði, gítarleikara og söngvara (Sálin hans Jóns míns, Nykur o.fl.) með þeim formerkjum að leika hans eigin lög með sveitatónlistarblæ. Hann hóaði að sér til fulltingis öndvegisliði og…

Afmælisbörn 23. júní 2015

Afmælisbarn dagsins í tónlistargeiranum er eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal á stórafmæli en hann er fertugur í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglana, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Blue north music festival haldin í sextánda skiptið

Tónlistarhátíðin Blue north music festival 2015 verður haldin í menningarhúsinu Tjarnarborg á Ólafsfirði dagana 26. og 27. júní nk. Áherslan hefur alltaf verið á blústónlist á Blue north music festival, og er þessi elsta blúshátíð á Íslandi nú haldin í sextánda skipti. Dagskráin í ár verður með eftirfarandi hætti: Föstudagskvöldið 26. júní leika BBK band…

Afmælisbörn 22. júní 2015

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og þriggja ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2015

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sextíu og átta ára gömul á þessum degi. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur…

Afmælisbörn 20. júní 2015

Aðeins eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Helgi Júlíusson (1918-94) úrsmiður og söngvari á Akranesi átti þennan afmælisdag en hann var einn þeirra söngvara sem skipuðu sönghópinn Skagakvartettinn á árunum 1969-94. Skagakvartettinn gaf út plötu 1976 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og muna margir lögum eins og Umbarassa, Skagamenn skoruðu mörkin og…

Konur og plötur – óvísindaleg úttekt á hlutfalli kvenna á 100 ára tímabili í íslenskri tónlistarútgáfu

Enginn velkist í vafa um að tónlistarbransinn sé karllægur hér á landi sem annars staðar, frá upphafi hefur plötuútgáfa á Íslandi verið rækilega merkt karlkyninu og þrátt fyrir jafnréttisbylgjur og feminískar vakningar með reglulegu millibili síðan á áttunda áratug síðustu aldar hefur hlutfallið milli kynjanna lítt breyst síðustu hundrað árin eða frá því að plötur…

Beneath the skin í 3. sæti á Billboard

Nýja plata Of monsters and men, Beneath the skin fór beint í þriðja sæti Billboard metsölulistans í Bandaríkjunum í fyrstu viku, platan er ennfremur í efsta sæti sölulista á Íslandi og í Kanada en alls hafa selst um sextíu og eitt þúsund eintök af plötunni síðan hún kom út fyrir viku. Sveitin slær þar með met…

Ólafur Elíasson leikur Bach í Dómkirkjunni

  Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld milli klukkan 20:30 og 21:00. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi  en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann…

Afmælisbörn 18. júní 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og fimm ára á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2015

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Svavar Gests (1926-96) hefði átt afmæli í dag en hann kom með ýmsum hætti að íslensku tónlistarlífi. Svavar ásamt Kristjáni Kristjánssyni (KK) komu með djasstónlistina beint í æð til Íslands frá Bandaríkjunum 1947 þegar þeir komu heim úr tónlistarnámi. Svavar hafði menntað sig…

Afmælisbörn 16. júní 2015

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Arctic Light Quartet í Dómkirkjunni í kvöld

Arctic Light Quartet flytur íslensk sönglög og þjóðlög útsett fyrir strengjakvartett, á tónleikum í Dómkirkjunni í kvöld, mánudaginn 15. júní. Á efnisskránni verður m.a. að finna lög eftir Gunnar Þórðarson, Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Guðmundsson, Hörð Torfason og Jón Jónsson. Arctic Light Quartet skipa Martin Frewer fiðluleikari, sem jafnframt hefur útsett lögin,  Ágústa María Jónsdóttir…

Afmælisbörn 15. júní 2015

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og þriggja ára. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar sem…

Afmælisbörn 13. júní 2015

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og þriggja ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2015

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu séu…

Nýja plata OMAM í 1. sæti iTunes

Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath The Skin náði 1. sæti á metsölulista allra platna á iTunes fyrr í dag. Fyrr í vikunni kom sveitin fram í tveimur af stærstu þáttum Bandaríkjanna, Good Morning America á ABC og The Tonight Show with Jimmy Fallon og fluttu þau lagið Crystals. Á heimasíðu Of Monsters and Men…

Afmælisbörn 11. júní 2015

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Gagnagrunnurinn stækkar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar. Síðustu vikurnar hefur áherslan verið lögð á bókstafinn „R“ en hann hefur að geyma fjölmörg þekkt nöfn og önnur minna þekkt. Þarna má nefna hljómsveitir og flytjendur eins og Reyni Jónasson, Rikshaw, Rifsberju og Risaeðluna svo einhver nöfn séu upp talin. Margar ábendingar og viðbætur hafa komið frá lesendum vefsíðunnar…

Reið kona í austurbænum . eða ? (1978-79)

Hljómsveit með þessu undarlega nafni (Reið kona í austurbænum punktur eða spurningarmerki) var starfandi haustið 1978. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) sem sá um rödd, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Magnús Ásmundsson klarinettuleikari og Einar Melax píanóleikari.

Rein (1967)

Hljómsveitin Rein var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1967. Litlar upplýsingar finnast um sveitina en hún lék með þekktari sveitum í nokkur skiptið um haustið 1967. Einar Vilberg mun hafa verið einn meðlima hennar en ekki finnast upplýsingar um aðra meðlimi Reinar.

Rekkar [1] (1970)

Hljómsveitin Rekkar starfaði á Selfossi í kringum 1970 og var skammlíf. Meðlimir hennar voru Kjartan Jónsson [?], Haraldur Agnarsson [?], Þórir Haraldsson orgelleikari og Sigurður Guðmundsson [?]. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Rekkar [2] (1981)

Rekkar var hljómsveit sem einkum lagði áherslu á gömlu dansana og lék á böllum á höfuðborgarsvæðinu vorið 1981. Söngkonan Mattý Jóhanns kom fram með Rekkum í nokkur skipti en hún var líkast til ekki í sveitinni. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit.

Rennireið (1998)

Hljómsveitin Rennireið markaði upphaf ferils þriggja tónlistarmanna, vakti athygli fyrir ungan aldur sveitarmeðlima og var kjörin efnilegasta sveit Músíktilraunanna, allt á þeim stutta tíma sem hún starfaði. Rennireið var skipuð þremenningunum Ragnari Sólberg Rafnssyni gítar-, bassa- og trommuleikara, Frosta Erni Gunnarssyni söngvara og Matthíasi Arnalds hljómborðsleikara, sem allir voru komnir af listafólki en Ragnar var…

Reykjavík (1977-79)

Mjög erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina Reykjavík sem starfaði um tveggja ára skeið seinni hluta áttunda áratugarins, og hefur nafn sveitarinnar nokkuð um það að segja. Reykjavík var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Pétur „kapteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Rafn Sigurbjörnsson söngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyjólfur Jónsson trommuleikari og Sigurður…

Reykjavík Rhythm Section (1981)

Reykjavík Rhythm Section var eins konar funkstórsveit starfandi sumarið 1981, hún gæti þó hafa starfað lengur. Meðlimir sveitarinnar voru liðsmenn Mezzoforte þá ungir að árum, Karl J. Sighvatsson hljómborðsleikari og einhverjir aðrir, svo líklega hefur fjöldi meðlima náð því að fylla tuginn. Sveitin lék á að minnsta kosti á einum tónleikum sumarið 1981 en ekki…

Reykjavíkur apótek (1991)

Reykjavíkur apótek var ein þeirra hljómsveita sem keppti ásamt fjölda annarra í hljómsveitakeppni á rokkhátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina 1991 í Húnaveri. Engar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit og gæti allt eins verið að sveitin hafi verið stofnuð einungis í þeim tilgangi að komast frítt inn á svæðið, og því takmarkist sagan…

Reykjavíkurkvintett (1991)

Reykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl.. Svo virðist sem…

Reykjavíkurkvartettinn (1986-98)

Sögu Reykjavíkurkvartettsins mætti skipta í nokkur skeið, fyrst í stað starfaði hann sem strengjakvartett áhugamanna en síðar starfaði hann fyrir tilstuðlan styrkveitinga. Upphaf kvartettsins má rekja til sumarsins 1986 en þá spilaði hann fyrst opinberlega á norrænni tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík um haustið. Meðlimir í upphafi voru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín…

Reynir Jónasson (1932-)

Reynir Jónasson er þekktastur fyrir leikni sína á harmonikkuna enda hefur hann gefið út þrjár sólóplötur með harmonikkuleik, hann á þó mun fjölbreytilegri tónlistarferil að baki sem organisti og margt fleira. Reynir (f. 1932) er fæddur og uppalinn á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og eins og víða á heimilum voru til hljóðfæri á æskuheimili…

Reynir Jónasson – Efni á plötum

Reynir Jónasson – leikur 30 vinsælustu lög síðustu ára Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 056 Ár: 1972 1. Syrpa 1; Þú ert minn súkkulaðiís / Hótel jörð / Jón er kominn heim 2. Syrpa 2; Eitt sumar á landinu bláa / Heimkoma / Ég leitaði blárra blóma 3. Syrpa 3; Ef ég væri ríkur /…

Rétt skrapp frá (1994)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Rétt skrapp frá en hún var starfandi 1994 og hefur nokkrum sinnum komið saman í seinni tíð, ekki liggur þó fyrir hvort hún hefur starfað samfleytt. Meðlimir sveitarinnar sem gæti verið í þjóðlagastílnum voru/eru Daníel Brandur Sigurgeirsson gítarleikari, Bóas Valdórsson gítarleikari, Örvar Daði Marinónsson söngvari og Davíð Á.…

Richter (1995)

Hljómsveitin Richter kom frá Hvolsvelli, keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og lék stuðtónlist en afrekaði lítið og varð skammlíf. Hluti sveitarinnar átti hins vegar eftir að skjóta upp kollinum í öllu þekktari sveitum síðar. Meðlimir Richters voru Hreimur Örn Heimisson söngvari og gítarleikari, Jón Atli Helgason bassaleikari, Halldór Örn Jensson gítarleikari og Árni Þór Guðjónsson…

Riff raff (1980)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1980, hún gæti hafa verið undir pönk- eða nýbylgjuáhrifum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.),…

Rifsberja (1971-73)

Nokkuð áreiðanlegt er að Stuðmenn hefðu aldrei orðið til án hljómsveitarinnar Rifsberju en hún var undanfari þessarar hljómsveitar allra landsmanna, þótt Stuðmenn hefðu þá reyndar þegar verið komnir fram á sjónarsviðið í fyrstu útgáfu sinni. Rifsberja var stofnuð sumarið 1971 og nokkrum vikum síðar komu þeir fyrst fram opinberlega. Meðlimir voru þeir Þórður Árnason gítarleikari,…

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Ringulreið [1] (1973-77)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Ringulreið sem starfaði á Höfn í Hornafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. Ártalið 1973-77 er einungis ágiskun út frá þeim heimildum sem tiltækar eru. Haukur Þorvaldsson (Ómar o.fl.) var hugsanlega viðloðandi Ringulreið en annars eru allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar vel þegnar sem og tilurð hennar almennt.