Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd (2)

Riff Reddhedd

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum.

Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.), Daði Georgsson hljómborðsleikari (8 villt o.fl.), Sævar Þór Helgason gítarleikari (Á móti sól o.fl.), Páll Sveinsson trommuleikari (Í svörtum fötum o.fl.) og Elvar Gunnarsson söngvari (Nepall o.fl.).

Rakel Magnúsdóttir söngkona (Elektra, Hara o.fl.) tók sæti Elvars í Riff Reddhedd en einnig urðu bassaleikaraskipti í sveitinni þegar Jón Örvar Bjarnason (Bermuda, Spur o.fl.) tók við af Árna haustið 1996.

Riff Reddhedd er raunverulega enn starfandi þótt það hafi ekki verið samfleytt frá upphafsárunum, en sveitin kemur reglulega saman og leikur á böllum á Suðurlandi.