
Sævar Þór Helgason
Tvö afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni:
Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision keppninni 1990 ásamt þáverandi hljómsveit sinni, Stjórninni, og lenti í fjórða sæti. Sigga hefur gefið út nokkrar sóló- og safnplötur, og starfað með flestum af stærstu tónlistarmönnum landsins bæði á plötum og á sviði.
Einnig á Hvergerðingurinn Sævar Þór Helgason skólastjóri og gítarleikari Á móti sól afmæli í dag en hann er fjörutíu og sex ára. Hann hefur leikið með Á móti sól síðan 1998 en hefur einnig komið við sögu fjölda annarra sveita í Árnessýslu. Meðal þeirra má nefna Riff Reddhedd, Dansband Einars Bárðarsonar, Ljósmund og jafnvel Sólstrandargæjana sem hann lék með um tíma.