Afmælisbörn 31. ágúst 2019

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og fimm ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2019

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og fimm ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2019

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og þriggja ára…

Afmælisbörn 28. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2019

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést árið 2009. Sigga Maggý var fædd 1934, hún var gift harmonikkuleikaranum Ásgeiri Sverrissyni og söng lengi með gömludansasveit hans, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Ein fjögurra laga plata kom út með…

Margrét Jónsdóttir (1893-1971)

Skáldkonan Margrét Jónsdóttir var mörgum gleymd en ljóð hennar, Ísland er land þitt við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar hefur haldið nafni hennar á lofti síðan það kom út á plötunni Draumur aldamótabarnsins árið 1982. Margrét fæddist sumarið 1893 á Árbæ í Holtum en fluttist um tvítugt til höfuðborgarsvæðisins þar sem hún lauki námi við Kvennaskólann…

Marteinn H. Friðriksson – Efni á plötum

Marteinn H. Friðriksson – Kvöldstund við orgelið Útgefandi: Dómkórinn í Reykjavík Útgáfunúmer: DKR04 Ár: 1999 1. Prelúdía og fúga í D-dúr Bux WV 139 2. Vakna, Síons verðir kalla 3. Prelúdía og fúga í Es-dúr BWV 552 4. Sónata nr. 3 í A-dúr bassastef “úr hryggðar djúpi hátt til þín” (Allegro maestoso – Antante tranquillo)…

Marteinn H. Friðriksson (1939-2010)

Marteinn Hunger Friðriksson skipar stóran sess í íslensku tónlistarlífi og kom að mörgum hliðum þess, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík. Hans er fyrst og fremst minnst sem stjórnanda Dómkórsins og organista Dómkirkjunnar en hann stýrði fleiri kórum og hljómsveitum einnig, kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík um árabil, lék á tónleikum, hélt utan um…

Matthías Ægisson – Efni á plötum

Matthías Ægisson – leikur vinsæl lög Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]       Matthías Ægisson – Vegferð Útgefandi: Matthías Ægisson Útgáfunúmer: MAE 2009 Ár: 2009 1. Minn er hugur hljóður 2. When we cross the border 3. Vísa mér þinn veg…

Matthías Ægisson (1960-)

Nafn Matthíasar Ægissonar er ekki meðal þeirra þekktustu í tónlistarsögu Íslendinga en hann hefur sent frá sér plötur sem hafa trúarlegar skírskotanir, hann er af kunnum tónlistarættum. Matthías fæddist á Siglufirði árið 1960 og starfaði þar með hljómsveitum eins og Áhrif og Gný, lék þar líklega á hljómborð og gítar en hann hefur í seinni…

Matthías Johannessen – efni á plötum

6 íslenzk ljóðskáld: Upplestur úr eigin verkum – ýmsir [ep] Útgefandi: Almenna bókafélagið Útgáfunúmer: Odeon CBEP 6 Ár: 1959 1. Einar Bragi – Ljóð / Dans / Hvörf / Spunakonur 2. Hannes Pétursson – Þú spyrð mig um haustið / Að deyja 3. Jón Óskar – Um mann og konu / Vorkvæði um Ísland /…

Matthías Johannessen (1930-)

Nafn Matthíasar Johannessen birtist í víðu samhengi enda hefur hann komið víða við á langri starfsævi, efni eftir hann er að finna á nokkrum útgefnum plötum. Matthías fæddist í Reykjavík 1930 og lauk hann cand mag. námi í íslenskum fræðum með bókmenntir sem aðalgrein og síðan framhaldsnámi í bókmenntum í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem blaðamaður…

Mary Poppins – Efni á plötum

Mary Poppins – Promo Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Magic 2. Rain 3. Loosing my mind 4. Nothing 5. Spaced 6. Psycho killer Flytjendur: Gunnar Bjarni Ragnarsson – [?] Snorri Snorrason – söngur og hljóðfæraleikur [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Mary Poppins – Defeated Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: ST 028 Ár: 2000…

Mary Poppins (1997-2000)

Hljómsveitin Mary Poppins var eins konar fjarskyldur ættingi hljómsveitanna Jet Black Joe og Jetz en náði ekki þeim hæðum sem að minnsta kosti fyrrnefnda sveitin náði. Sveitin sendi þó frá sér smáskífu og breiðskífu í kringum aldamótin. Gunnar Bjarni Ragnarsson hafði notið velgengni sem aðal lagasmiður Jet Black Joe og þegar sögu þeirrar sveitar lauk…

Mánadætur (1949-53)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartettinn Mánadætur en hópurinn kom fram á ungmennafélagssamkomum og víðar á árunum 1949 til 53, hugsanlega lengur. Mánadætur munu hafa verið fjórar talsins og sungu við gítarundirleik, þær voru að líkindum tengdar ungmennafélaginu Mána (st. 1907) sem starfar í Nesjum enn í dag í Austur-Skaftafellssýslu.

Max [3] (1988-92)

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr. Max var stofnuð í upphafi árs 1988 upp úr hljómsveitinni Ekkó og höfðu meðlimir sveitarinnar í upphafi verið þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Pálmi Steingrímsson söngvari, Rúnar Sveinsson bassaleikari, Hilmar Elefsen gítarleikari og…

Max [2] (1982)

Árið 1982 lék hljómsveit í Glæsibæ undir nafninu Max, líklega þó bara í eitt skipti. Kunnugir mættu gjarnan senda Glatkistunni frekar upplýsingar um þessa sveit.

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…

Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98. Mánakórinn var yfirleitt skipaður um…

Margrét Jónsdóttir – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Árstíðirnar & Siggi og Logi Útgefandi: Tónaútgáfan  Útgáfunúmer: T10 Ár: 1973 1. Árstíðirnar (söngleikur e. Jóhannes úr Kötlum – tónlist e. Birgi Helgason) 2. Siggi og Logi (saga í ljóðum e. Margréti Jónsdóttur – tónlist e. Sigfús Halldórsson) Flytjendur:  Kór Barnaskóla Akureyrar – söngur undir stjórn Birgis Helgasonar Björg Gísladóttir – söngur Anna Halla Emilsdóttir – söngur…

Afmælisbörn 26. ágúst 2019

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson söngvari á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og fjögurra ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2019

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2019

Afmælisbörnin eru þrjú talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er sjötíu og níu ára. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um tíma í Reykjavík,…

Afmælisbörn 21. ágúst 2019

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og fimm ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Afmælisbörn 19. ágúst 2019

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og sjö ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjömörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn,…

Afmælisbörn 18. ágúst 2019

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…

Afmælisbörn 17. ágúst 2019

Í dag er eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og fjögurra ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Magnús og Jóhann – Efni á plötum

Magnús og Jóhann – Magnús og Jóhann [The rape of lady justice] Útgefandi: Scorpion Útgáfunúmer: S-01 / SCD 001 Ár: 1972 / 1996 1. Mary Jane 2. Simulation af Jesus 3. Fire stairway 4. Farmer 5. Sunshine 6. The rape of lady justice 7. My Imagination 8. Raindrops 9. Sinking man 10. Times with you…

Magnús og Jóhann (1969-)

Samstarf tónlistarmannanna Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar er margrómað og nöfn þeirra eru gjarnan sett fram í sömu andrá þótt þeir hafi hvor um sig sent frá sér ógrynni sólóplatna, samið mörg af þekktustu og vinsælustu lögum íslenskrar tónlistarsögu og tekið þátt í fjölda annarra verkefna. Þeir hafa langt frá því starfað samfellt allan…

Mattý Jóhanns (1942-)

Söngkonan Mattý Jóhanns söng í áratugi með hljómsveitum á skemmtistöðum borgarinnar sem sérhæfðu sig í gömlu dönsunum, það er ekki ofsögum sagt að hægt sé að titla hana drottningu gömlu dansanna. Mattý (Matthildur Jóhannsdóttir) fæddist árið 1942 og bjó lengi í Mosfellssveitinni þar sem hún ólst upp en hún er yngri systir Margrétar Helgu Jóhannsdóttur…

Maskínan (1991)

Hljómsveit Maskínan frá Akureyri starfaði 1991 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Árnason gítarleikari, Valur Halldórsson söngvari og trommuleikari (Amma Dýrunn, Bylting), Sumarliði Helgason bassaleikari (Bylting, Hvanndalsbræður) og Halldór Stefánsson gítarleikari. Maskínan komst ekki í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf.

Maskína [2] (1998)

Svo virðist sem hljómsveit hafi borið nafnið Maskína árið 1998. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira um þessa sveit.

Maskína [1] (1993)

Árið 1993 átti hljómsveit að nafni Maskína lag á safnplötunni Núll & nix. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Mas [1] (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) starfaði unglingahljómsveit um skamma hríð undir nafninu Mas, í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur að gítarleikari sveitarinnar var Árni Gunnarsson en hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt.

Marteinn Bjarnar Þórðarson – Efni á plötum

Hildur Rúna Hauksdóttir og Marteinn Bjarnar Þórðarson – Harmonics of frequency modulation [snælda] Útgefanid: HM Útgáfunúmer: HM 2001 Ár: 1994 1. Voice of Snæfellsjökull 2.The galatic tidal wave of light 3. Journey through the dimensions with singing bowls Flytjendur: Marteinn Bjarnar Þórðarson – [?] Hildur Rúna Hauksdóttir – [?] Harmonics of frequency modulation – Vibe’s…

Marteinn Bjarnar Þórðarson (1959-)

Litlar upplýsingar er að finna um Martein Bjarnar Þórðarson og tónlist hans en hann virðist hafa komið að a.m.k. þremur útgefnum titlum. Marteinn Bjarnar (f. 1959) er myndlistamaður en hefur unnið heilmikið með tónlist í kringum list sína. Hann hafði leikið á trommur með hljómsveitum á sínum yngri árum, Svartlist og Fist / C.o.t., og…

María Baldursdóttir – Efni á plötum

María Baldursdóttir – Vökudraumar Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 005 Ár: 1975 1. Nýtt hamingjuskeið 2. Þú ert mér sólskin endalaust 3. Villt músík 4. Viltu vera með mér 5. Eldhúsverkin 6. Ef þú vilt mig 7. Hrein ást 8. Vinur 9. Allir eru einhvers apaspil 10. Ef Flytjendur: María Baldursdóttir – söngur og raddir Keith…

María Baldursdóttir (1947-)

Söngkonan María Baldursdóttir var töluvert áberandi í íslensku tónlistarlífi á áttunda áratug síðustu aldar en einkum þó á heimavelli á Suðurnesjunum. Hún hefur sent frá sér þrjár sólóplötur en starfað einnig með vinsælum hljómsveitum. María (f. 1947) er Keflvíkingur og uppalin þar í bæ, hún lærði sem barn á píanó en var snemma farin að…

Matthías Jochumsson (1835-1920)

Flestir þekkja einhver ljóða Matthíasar Jochumssonar en við mörg þeirra hafa verið samið lög. Matthías Jochumsson (f. 1835) fæddist að Skógum í Þorskafirði, hann var af fátæku fólki kominn en hafði áhuga á að mennta sig og nam við Lærða skólann þótt seint yrði, lauk síðar prestsnámi og starfaði sem prestur um tíma en fékkst…

Matthildur móðir mín (?)

Óskað er upplýsinga um hljómsveit með því einkennilega nafni Matthildur móðir mín, hvenær þessi sveit starfaði, hvar, hversu lengi, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, og hvort þessi sveit var yfir höfuð til.

Afmælisbörn 16. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og fimm ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og fimm ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Afmælisbörn 14. ágúst 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtug og á því stórafmæli á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2019

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2019

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og sjö ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2019

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og sex ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…