Margrét Hjálmarsdóttir – Efni á plötum

Margrét Hjálmarsdóttir – Þetta er gamall þjóðarsiður: Margrét Hjálmarsdóttir kveður 33 rímnastemmur Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-136 / SG-815 Ár: 1980 / 1981 1. Faxaríma 2. Brama-lífselexír 3. Vorkoma 4. Veiðiför (upphaf) 5. Hjálmar og Ingibjörg (Hjálmarskviða) 6. Ferskeytlan 7. Fyrsti maí 8. Göngu-Hrólfs rímur 9. Heiðin heillar / Lausavísur 10. Í dögun 11. Vetur og…

Margrét Hjálmarsdóttir (1918-2005)

Kvæðakonan Margrét Hjálmarsdóttir var öflug við varðveislu rímna og annars kveðskapar, m.a. með Kvæðamannafélaginu Iðunni og Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, heyra má kveðskap hennar á plötum. Margrét var fædd á Blönduósi 1918 en flutti ung til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hún var alin upp við kveðskap en Hjálmar Jónsson frá Bólu (Bólu-Hjálmar) var langafi hennar, og þegar…

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Markús Kristjánsson (1902-31)

Markús Kristjánsson var ungur og efnilegur píanóleikari og tónskáld sem dó langt fyrir aldur fram úr berklum, og væri nafn hans án nokkurs vafa mun stærra í íslenskri tónlistarsögu hefði hann náð að eflast og þróast í sköpun sinni. Markús Finnbogi Kristjánsson fæddist í Reykjavík árið 1902, hann nam píanóleik í fyrstu hjá Reyni Gíslasyni…

María Helena Haraldsdóttir (1960-)

Söngkonan María Helena Haraldsdóttir var nokkuð áberandi í íslenskri tónlist um tíma í kringum 1980 en lítið hefur farið fyrir henni hin síðari ár, en hana þekkja flestir sem eiginkonu Bjartmars Guðlaugssonar. María Helena er fædd 1960 og var aðeins fjórtán ára gömul komin í Kór Langholtskirkju, hún var þar ennþá nítján ára gamall nemandi…

María Brynjólfsdóttir (1919-2005)

Nafn Maríu Brynjólfsdóttur tónskálds hefur ekki farið ýkja hátt en hún hefur stundum verið nefnd sem ein huldukvenna í íslenskri tónlist. María (Sigríður) Brynjólfsdóttir fæddist 1919, hún missti foreldra sína ung og ólst upp hjá fósturforeldrum á Akureyri þar sem hún komst fyrst í kynni við tónlist. Veikindi hrjáðu hana lengi á yngri árum en…

Malbik (um 2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Malbik en hún starfaði á Selfossi að öllum líkindum í kringum aldamótin og innihélt meðlimi á grunnskólaaldri. Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) var líklega söngvari og gítarleikari sveitarinnar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Vísland ’85 [tónlistarviðburður]- Efni á plötum

Minner fra Visland ´85 – ýmsir [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1985 1. Dansk visekvartett – Á Sprengisandi 2. Ann Mari Anderson – En gammal sjömannsvisa 3. Øyvind Sund – Salme til elva 4. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir – Afmælisdiktur 5. Mecki Knif – Vapensbroder 6. Nils Gustavi – en snapsvisa…

Magnús Már og Ásta Björk – Efni á plötum

Magnús Már og Ásta Björk – Magnús Már og Ásta Björk Útgefandi: Tónstúdíó H. Vagnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Regnbogabrúin 2. Stefnumótið 3. Líf án lita 4. Þar sem allt má 5. Stóri Stubbur og Mína 6. Hann gleymdi að horfa Flytjendur: Magnús Már Einarsson – söngur Ásta Björk Jökulsdóttir – söngur Hrólfur…

Magnús Már og Ásta Björk (1990)

Tvö bolvísk börn, Magnús Már Einarsson og Ásta Björk Jökulsdóttir, sendu frá sér sex laga plötu árið 1990 að undirlagi systkinanna Soffíu og Hrólfs Vagnssonar. Söngvarar plötunnar, Magnús Már og Ásta Björk eru bæði fædd 1981 og voru því aðeins níu ára gömul þegar þau tóku sér á hendur ferðalag til Hannover í Þýskalandi árið…

Magnús Magnússon [2] – Efni á plötum

Lee Monague, Maureen Potter, Magnus Magnusson, Ray Smith – Folk tales & legends from Great Britain Útgefandi: Chesterfield music shops inc. Útgáfunúmer: CMS 633 Ár: 1972 1. The faire flag of Dunvegan 2. The Gaints wife 3. Cap of rushes 4. Where auther sleeps Flytjendur: Lee Montague – upplestur Maureen Potter – upplestur Magnús Magnússon…

Magnús Magnússon [2] (1929-2007)

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon (Magnus Magnusson) var auðvitað ekki tónlistarmaður en rödd hans er engu að síður að heyra á útgefnum plötum. Magnús (Magnús Sigursteinsson) fæddist 1929 á Íslandi en fluttist kornungur til Edinborgar í Skotlandi með fjölskyldu sinni og bjó alla ævi á Bretlandseyjum þótt hann teldi sig alla tíð Íslending og hélt fast í…

Magnús Randrup (1926-2006)

Magnús Randrup var þekktur harmonikkuleikari hér fyrr á árum sem starfrækti lengi sveitir undir eigin nafni en lék einnig með fjölda annarra sveita. Hann var sjálfmenntaður í list sinni. Magnúr Kristinn Randrup fæddist í Hafnarfirði 1926 og þar bjó hann um helming ævi sinnar, faðir hans var danskur málari og af honum lærði Magnús málaraiðnina…

Magnús Pétursson – Efni á plötum

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1982 1. Morgunleikfimi 3×10 mínútur 2. Morgunleikfimi 30 mínútur Flytjendur: Valdimar Örnólfsson – morgunleikfimi Magnús Pétursson – píanó   Kór Melaskóla – Við erum börn… Útgefandi: Melaskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Jólabarnið 2. Við erum…

Magnús Pétursson (1930-83)

Tónlistarmaðurinn Magnús Pétursson var flestum kunnur fyrir nokkrum áratugum fyrir að vera píanóleikari og aðstoðarmaður Valdimars Örnólfssonar við Morgunleikfimi útvarpsins en þátturinn naut mikilla vinsælda á sínum tíma. En hann var einnig farsæll hljómsveitastjóri, laga- og textahöfundur, kórstjóri, tónlistarkennari, útsetjari og margt fleira. Jón Magnús Pétursson fæddist á Akureyri 1930 og komu tónlistarhæfileikar hans snemma…

Magnús Pálsson – Efni á plötum

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Summer music (x2) Útgefandi: Dieter Roth‘s Verlag Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Part 1 and 2 2. Part 3 1. Part 4 2. Part 5 Flytjendur: Ari Kristinsson – [?] Daði Guðbjörnsson – [?] Eggert Einarsson – [?] Eggert Pétursson – [?] Guðmundur Oddur Magnússon – [?] Haraldur Ingi Haraldsson…

Magnús Pálsson (1929-)

Myndlistamaðurinn Magnús Pálsson hefur komið víða við í listheimum en nokkrar plötur hafa einnig að geyma verk hans. Magnús Pálsson fæddist á Eskifirði 1929 en flutti ásamt fjölskyldu sinni til höfuðborgarsvæðisins fáum árum síðar. Hann nam myndlist í Bretlandi, Austurríki og hér heim á Íslandi en lengi starfaði hann sem leikmyndahönnuður með listsköpun sína í…

Magnús Stephensen (1762-1833)

Segja má að Magnús Stephensen hafi verið einn af boðberum Upplýsingastefnunnar eins og hún birtist hér upp úr miðri átjándu öldinni en hingað barst stefnan frá Evrópu í gegnum Danmörku og innihélt ferskar hugmyndir um vísindi, trúmál og menningu. Ekki voru allir Íslendingar á eitt sáttir um hana, margir voru ragir við breytingar og Magnús…

Afmælisbörn 1. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…