Afmælisbörn 31. júlí 2019

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og fjögurra ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 29. júlí 2019

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sex ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2019

Í dag eru á skrá Glatkistunnar sjö tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík á stórafmæli dagsins en hún er fertug í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002,…

Afmælisbörn 27. júlí 2019

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og fimm ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2019

Tvö afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2019

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2019

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2019

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og sjö ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Mamma var Rússi (1986-88)

Mamma var Rússi starfaði í um eitt og hálft ár á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, meðlimir hennar komu mestmegnis úr pönkhljómsveitinni Fræbbblunum sem þá hafði hætt störfum. Sveitin var stofnuð sumarið 1986 og voru meðlimir hennar Stefán Guðjónsson trommuleikari, Arnór Snorrason gítarleikari, Tryggvi Þór Tryggvason gítarleikari, Valgarður Guðjónsson söngvari, Árni Daníel Júlíusson bassaleikari,…

Maraþon (1980-81)

Hljómsveit að nafni Maraþon starfaði í Hveragerði 1980 og 81. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Ingvar Bjarnason hljómborðsleikari, Kristján Theódórsson píanó- og gítarleikari, Sæmundur Pálsson gítarleikari og Björn Eiríksson söngvari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Maranatha (1981)

Hljómveitin Maranatha starfaði í nokkra mánuði árið 1981, ein heimild sem hana hafa leikið gospelrokk og var hún sögð fyrst sinnar tegundar hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Steinn Stefánsson hljómborðsleikari, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, John Hansen söngvari og Sigurður Kristinsson gítarleikari. Upphaflega var annar bassaleikari en ekki liggur fyrir nafnið á honum.

Manuela Wiesler – Efni á plötum

Manuela Wiesler og Julian Dawson Lyell – Manuela Wiesler flauta / Julian Dawson Lyell píanó Útgefandi: Steinhljóð Útgáfunúmer: RÖÐ 1001 Ár: 1979 1. Divertimento 2. Intermezzo úr Dimmalimm 3. Chant du Linos 4. Sonatine 5. Calais Flytjendur: Manuela Wiesler – flauta Julian Dawson Lyell – píanó Manuela Wiesler – Sumartónleikar í Skálholtskirkju / Summer concert…

Manuela Wiesler (1955-2006)

Austurríski flautuleikarinn Manuela Wiesler bjó hér á landi um árabil, hún var heimsþekkt í sínum geira tónlistarinnar og átti stóran þátt í útbreiðslu flaututónlistarinnar hér á landi. Fjölmargar plötur komu út með flautuleik hennar. Manuela fæddist í Brasilíu árið 1955 en foreldrar hennar sem voru austurrískir bjuggu þar og störfuðu um tíma. Hún ólst þó…

Mamma var Rússi – Efni á plötum

Mamma var Rússi – Draugar Útgefandi: Rokkfræðsluþjónustan Útgáfunúmer: Rokkfræðsluþjónustan 006 Ár: 1987 1. Innlent nafn 2. Heilræði að vísu, en… 3. Ungt fólk með hausverk 4. Bræður 5. Við rakaðan spámannin 6. Fjall 7. Anarchy for (almost) everyone Flytjendur: Árni Daníel Júlíusson – bassi og söngur Stefán Karl Guðjónsson – trommur Arnór Snorrason – gítar…

Margrét Ólafsdóttir (1939-)

Margrét Ólafsdóttir telst með fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands en í takt við tíðaranda þess tíma hvarf hún fljótlega af sjónarsviðinu til að sinna fjölskyldu og börnum. Margrét fæddist 1939 í Reykjavík og þegar ungir og efnilegir söngvarar fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína við undirleik hljómsveita á skemmtunum upp úr miðjum sjötta áratugnum þegar…

MARI(A) (1983)

Hljómsveit sem bar nafnið MARI(A) (upphaflega Maria) starfaði á Seyðisfirði árið 1983 og var skipuð ungum tónlistarkonum. Sveitina skipuðu fimm vinkonur á unglingsaldri og bar hún upphafsstafi meðlima sinna, sem voru Mekkín [Árnadóttir?], Auður [Brynjarsdóttir?], Regína [?], Ingunn Gylfadóttir og Auður [?]. Ástæða þess að síðara A-ið er innan sviga mun vera sú að önnur…

Magnús Jónsson [1] (1928-2002)

Magnús Jónsson óperusöngvari var um tíma einn kunnasti söngvari landsins en hann gerði garðinn frægan í Danmörku þar sem hann starfaði í um áratug á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Magnús fæddist í Reykjavík 1928 en var af þingeyskum tónelskum ættum og t.a.m. var náskyldur Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Hann ólst upp í Reykjavík og…

Maria Lagarde – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Maria La-Garde [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 58 Ár: 1954 1. Síðasti dansinn 2. This is a beautiful music to love by Flytjendur: Alfreð Clausen – söngur Maria La-Garde – söngur hljómsveit Carls Billich: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Alfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs og Maria La-Garde Útgefandi: Íslenzkir tónar…

Maria Lagarde (1927-76)

Danska leik- og söngkonan Maria Lagarde (einnig ritað La-Garde) (1927-76) kom hingað til lands sumarið 1954 eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi um Þýskaland, og skemmti hér í nokkrar vikur við miklar vinsældir við undirleik Hljómsveitar Carls Billich. Hún söng lög á ýmsum tungumálum og var það sérstaklega auglýst að hún myndi syngja lagið Vökudraumar…

Magnús Magnússon [1] (?)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Magnús Magnússon sem um miðjan sjötta áratug síðustu aldar vakti nokkra athygli fyrir sönghæfileika. Magnús var einn ellefu söngvara sem stigu á stokk í eins konar hæfileikakeppni í Austurbæjarbíói sumarið 1955 en þar öttu kappi ungir og efnilegir söngvarar á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára undir…

Magnús Jónsson [1] – Efni á plötum

Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettu Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 29 Ár: 1957 1. Act one – Scene: The sub-governor‘s home at Dalur 2. Act two – Scene: A warehouse 3. Act three – Scene: In the mountains 4. Act four – Scene: The sub-governor‘s home Flytjendur:…

Afmælisbörn 20. júlí 2019

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með…

Afmælisbörn 18. júlí 2019

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru fjögur talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann er sextíu og sjö ára gamall í dag. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2019

Í dag eru þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Einar (Einarsson) Markan baritónsöngvari (f.…

Afmælisbörn 16. júlí 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 66 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Afmælisbörn 14. júlí 2019

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum: Engel (Gagga) Lund (1900-96) hefði átt afmæli á þessum degi, hún var dönsk en fædd hér á landi svo hún hafði alltaf taugar hingað. Hún varð þekkt þjóðlagasöngkona, starfaði víða um heim og lagði alltaf áherslu á íslensk þjóðlög, sem hún lagði sig sérstaklega…

Afmælisbörn 13. júlí 2019

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og sex ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sextíu og níu ára gamall í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk…

Afmælisbörn 11. júlí 2019

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextugur og á stórafmæli dagsins. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig hefur Grétar…

Afmælisbörn 10. júlí 2019

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Nafn hans varð fyrst þekkt þegar hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að…

Afmælisbörn 9. júlí 2019

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fjögur talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sextíu og átta ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2019

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og sjö ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Afmælisbörn 7. júlí 2019

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2019

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…

Afmælisbörn 5. júlí 2019

Hvorki fleiri né færri en sjö afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Magnús Eiríksson (1945-)

Nafn Magnúsar Eiríkssonar kemur jafnan upp þegar talað er um fremstu tónlistarmenn íslenskrar tónlistarsögu og ekki síst þegar það berst að laga- og textahöfundum en Magnús á líklega einhvers konar met þegar kemur að stórsmellum og sígildum popplögum, sem skipta tugum í meðförum ýmissa listamanna. Ekki liggja fyrir neinar opinberar tölur um útgefin lög og…

Magnús Guðmundsson (1925-91)

Magnús Guðmundsson frá Hvítárbakka í Borgarfirði var líklega þekktastur fyrir annað en tónlist en eftir hann liggur ein hljómplata þar sem hann syngur Gluntasöngva ásamt Ásgeiri Hallssyni. Magnús fæddist 1925, nam við héraðsskólann í Reykholti og síðar við Verzlunarskóla Íslands en starfaði eftir stúdentspróf fyrir SÍS, Flugfélag Íslands og Íslenska aðalverktaka í Danmörku og Bandaríkjunum…

Magnús Eiríksson – Efni á plötum

Magnús Eiríksson – Smámyndir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 036 Ár: 1982 1. Sigling 2. Þorparinn 3. Hvað um mig og þig 4. Reykjavíkurblús 5. Einn dag í senn 6. Smámyndir 7. Gummi og ég 8. Engan til að elska 9. Vals númer eitt 10. Gúmmítarzan Flytjendur: Magnús Eiríksson – söngur og gítarar Pálmi Gunnarsson –…

Magnús Guðmundsson – Efni á plötum

Ásgeir Hallsson og Magnús Guðmundsson – Gluntasöngvar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 46 Ár: 1974 1. Fyrstu kynni 2. Í Uppsölum er bezt 3. Á tunglskinsnóttu 4. Sólarlag í Eikilundi 5. Fjör á Schylla 6. Kvöldstemming 7. Daginn eftir 8. Bölsýni og vorhugur 9. Örvænting Glúntans 10. Ánægjustund við arininn 11. Kvöld í kirkjugarðinum 12. Veizla…

Mandala (1980)

Hljómsveitin Mandala var ballsveit starfandi í Grundarfirði árið 1980, hugsanlega þó aðeins yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Þ. Guðmundsson píanóleikari, Birgir Guðmundsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari (bróðir Birgis) og Ari Agnarsson trommuleikari, upplýsingar vantar um nafn söngvara sveitarinnar sem og starfstíma hennar og hugsanlegar mannabreytingar í henni.

Man (1994-96)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Man frá Mosfellsbæ sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994, komst þar í úrslit og var kjörin athyglisverðasta sveitin. Meðlimir Man voru þar Valdimar Kristjánsson trommuleikari, Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleikari og söngvari, reyndar mun Áslaug Kristjánsdóttir hafa verið söngkona í sveitinni einnig…

Magnús Ingimarsson (1933-2000)

Magnús Ingimarsson er að líkindum einn þekktasti tónlistarmaður á Íslandi sem mestmegnis starfaði á bak við tjöldin en hann lék á píanó og mörg önnur hljóðfæri, var hljómsveitastjóri, kórstjóri, laga- og textahöfundur, upptökustjóri en fyrst og fremst þó útsetjari sem flestir þekktustu tónlistarmenn landsins störfuðu með á sjöunda og áttunda áratugnum. Magnús fæddist árið 1933…

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur (1943-49)

Mandólínshljómsveit Reykjavíkur starfaði í um hálfan áratug á fimmta áratug síðustu aldar og lék þá margsinnis á tónleikum. Sveitin var stofnuð haustið 1943 af Haraldi Guðmundssyni prentara en hann var stjórnandi hennar allan starfstíma hennar. Næstu fimm árin eða svo hélt sveitin tónleika fáeinum sinnum á ári en fjöldi meðlima var yfirleitt í kringum tuttugu,…

MAO (1986-88)

Ballhljómsveitin MAO (Meðal annarra orða) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta níunda áratugarins og lék einkum á skemmtistöðum í Reykjavík, Evrópu og Broadway en einnig á skólaböllum og almennum dansleikjum. MAO var stofnuð í byrjun árs 1986, tilurð sveitarinnar var með nokkuð sérstökum hætti en þeir Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari og Olaf Forberg söngvari…

Manstu gamla daga? [safnplöturöð] – Efni á plötum

Manstu gamla daga?: 40 vinsæl lög frá 1952-1959 – Ýmsir (x2) Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Alfreð Clausen – Manstu gamla daga 2. Svavar Lárusson – Ég vild’ ég væri 3. Soffía Karlsdóttir – Bílavísur 4. Sigurður Ólafsson – Meira fjör 5. Alfreð Clausen – Æskuminning 6. Haukur Morthens – Landleguvalsinn…

Manstu gamla daga? [safnplöturöð] (2007-10)

Íslenskir tónar (Sena) sendi frá sér fjórar plötur undir safnplöturaðar-titlinum Manstu gamla daga? fyrr á þessari öld. Þrjár platnanna voru tengdar tímabilum en sú fjórða innihélt jólalög, þær voru allar tvöfaldar og höfðu að geyma vinsæl lög frá árunum 1952-79. Að öllum líkindum var gert ráð fyrir fleiri plötum í seríunni en einungis fjórar komu…

Manhattan [1] (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Manhattan sem mun hafa verið stofnuð upp úr Kandís haustið 1993, þ.m.t. meðlima- og hljóðfæraskipan hennar sem og starfstíma.