Man (1994-96)

Man

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Man frá Mosfellsbæ sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994, komst þar í úrslit og var kjörin athyglisverðasta sveitin.

Meðlimir Man voru þar Valdimar Kristjánsson trommuleikari, Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleikari og söngvari, reyndar mun Áslaug Kristjánsdóttir hafa verið söngkona í sveitinni einnig en ekki er að sjá að hún hafi verið innanborðs þegar sveitin keppti í Músíktilraunum.

Ekkert spyrst svo til sveitarinnar þar til að hún poppar upp í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 sem haldin var vorið 1996 á Akureyri, þar var Birgir kjörinn besti bassaleikari keppninnar.

Síðar sama ár (1996) höfðu þeir félagar tekið upp nafnið Tré og gáfu svo út plötu fyrir jólin undir því nafni.