Man (1994)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Man frá Mosfellsbæ sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994, komst þar í úrslit og var kjörin athyglisverðasta sveitin. Meðlimir Man voru þar Valdimar Kristjánsson trommuleikari, Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleikari og söngvari, reyndar mun Áslaug Kristjánsdóttir hafa verið söngkona í sveitinni einnig…

Vorboðar (1985-)

Í Mosfellsbæ hefur verið starfandi blandaður kór eldri borgara um árabil undir nafninu Vorboðar, einnig stundum nefndur Vorboðinn. Tvennar sögur fara af því hvenær kórinn var stofnaður, heimildir segja ýmist 1989 eða 90 en líklega er fyrrnefnda ártalið réttara. Í upphafi voru um tuttugu manns í Vorboðanum en hann skipa líklega hin síðari ár um…

Vírus [5] (2003-05)

Árið 2003 var starfandi hljómsveit í Mosfellsbænum undir nafninu Vírus. Um var að ræða rokksveit sem var líkast til enn starfandi 2005 en annað liggur ekki fyrir um starfstíma hennar. Meðlimir Vírusar voru þeir Þorri [?] trommuleikari, Benni [?] bassaleikari, Gummi [?] gítarleikari og hugsanlega var annar gítarleikari í sveitinni sem einnig er kallaður Gummi.…

Burning eyes (2000)

Hljómsveitin Burning eyes var partur af hardcore rokk senunni í kringum síðustu aldmót. Sveitin starfaði árið 2000 og var úr Mosfellbænum en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að um tíma var bassaleikari í henni að nafni Erla [?] og svo annar bassaleikari að nafni Teitur. Allar frekari upplýsinga um þessa…

Big band Birgis Sveinssonar (1983)

Árið 1983 var starfandi hljómsveit undir nafninu Big band Birgis Sveinsonar og hefur sú sveit án nokkurs vafa verið angi af Lúðrasveit Mosfellssveitar sem Birgir stjórnaði. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast.

Bee spiders (1995-2000)

Hljómsveitin Bee spiders úr Mosfellsbænum er einna helst þekktust fyrir að innihalda Jón Þór Birgisson (Jónsa í Sigur rós) en það virðist útbreiddur misskilningur að sveitin hafi verið einhvers konar undanfari Sigur rósar. Bee spiders var stofnuð snemma árs 1995, keppti í Músíktilraunum þá um vorið og lék þá það sem þeir sögðu sjálfir vera…

Barnakór Varmárskóla (1979-)

Barnakór Varmárskóla (sem hin síðari ár hefur oftar gengið undir nafninu Skólakór Varmárskóla) hefur starfað við Varmárskóla í Mosfellsbæ (áður Mosfellssveit) síðan 1979, alla tíð undir stjórn sama manns. Kórinn var stofnaður 1979 og hefur síðan verið hluti af fjölbreyttu og öflugu kórastarfi í Mosfellsbæ en hvergi er að finna fleiri kóra miðað við mannfjölda.…

Nefbrot (1993)

Hljómsveitin Nefbrot úr Mosfellsbæ starfaði 1993 og lék rokk í þyngri kantinum. Nefbrot var ein þeirra sveita sem lék á tónleikum í Fellahelli undir yfirskriftinni Vaxtarbroddur snemma vors 1993 og stuttu síðar keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Daníel Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Bjarni Ingvar Jóhannsson trommuleikari, Vigfús Þór Hreiðarsson gítarleikari og…

Partý (1979)

Hljómsveitin Partý starfaði í Mosfellsbæ (þá Mosfellssveit) 1979 og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem sumir áttu eftir að auðga tónlistarlíf bæjarins. Meðlimir Partýs voru bræðurnir Hjalti Úrsus Árnason hljómborðsleikari (og síðar kraftajötunn) og Þórhallur Árnason bassaleikari, Hákon Möller gítarleikari, Einar S. Ólafsson söngvari (oft kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg), Karl Tómasson trommuleikari…

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar (1963-76)

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar starfaði um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þar til hún varð að Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Það var Birgir D. Sveinsson sem stofnaði lúðrasveitinni og stýrði henni þar til yfir lauk, hún var að minnsta kosti í upphafi starfandi í barnaskólanum og gekk einnig undir nafninu Drengjalúðrasveit Barnaskóla Mosfellshrepps. Nafni sveitarinnar var…

Pass [1] (1979-85)

Hljómsveitin Pass var stofnuð í Mosfellssveit 1979 og innihélt meðlimi sem síðar voru þekktir undir nafninu Gildran. Sveitin spilaði þungt rokk og voru sveitarmeðlimir Karl Tómasson söngvari og trommuleikari, Birgi Haraldsson söngvari og gítarleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari og líklega gítarleikarinn Hákon Möller, þeir þrír fyrst töldu höfðu stofnað sveitina. Á einhverjum tímapunkti var Einar S.…

Stjörnur [1] (1966-70)

Hljómsveitin Stjörnur úr Mosfellssveit starfaði um nokkurra ára tímabil, líklega á árunum 1966-70. Stjörnur hafði að geyma meðlimi á skólaaldri en hún kom m.a. fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu á þessum árum. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Haraldsson söngvari, Sigurjón Ásbjörnsson orgelleikari, Árni Guðnason sólógítarleikari, Sigurður Andrésson bassaleikari, Bjarni Snæbjörn Jónsson sem einnig var bassaleikari,…