Cupid [1] (1997-98)

Cupid

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98.

Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.