Fan Houtens kókó (1981-83)

Hljómsveitin Fan Houtens kókó vakti nokkra ahygli á sínum tíma (snemma á níunda áratugnum) fyrir það sem skilgreint var sem elektrónísk nýbylgjutónlist en sveitin var nokkuð á skjön við pönksveitirnar og hefðbundnari nýbylgjusveitir sem þá voru mest áberandi í reykvísku tónlistarlífi. Fan Houtens kókó átti þó klárlega heima í hópi þeirra og reyndar var hún…

Fan Houtens kókó – Efni á plötum

Fan Houtens kókó – Musique Elementaire  Útgefandi: Isidor greifi / Sögumiðlun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1981 /  2019 1. Musique elementaire 2. Matseðill Ísidórs greifa 3. Eru kattaskinn móðins 4. Undir lánsömu eyra 5. Grænfingraðir morgunhanar 6. Nornapicnic 7. Lífgeisladóp 8. Söngur fyrir Siouxsie 9. Allir vilja bebop Flytjendur: Matthías S. Magnússon – hljóðvervill og…

Feis (1986)

Hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum starfaði í Kópavogi sumarið 1986 og gekk undir nafninu Feis. Þessi sveit lék á tónleikum tengdum bæjarhátíð í Kópavogi en engar frekari heimildir er að finna um hana og óskar Glatkistan þar með eftir frekari upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Fanný Jónmundsdóttir – Efni á plötum

Fanný Jónmundsdóttir – Hugarró, slökun og jákvæði fyrir svefninn með tónlist og sjávarniði [snælda] Útgefandi: Fanný Jónmundsdóttir Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Fanný Jónmundsdóttir – upplestur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Fanný Jónmundsdóttir – Slökun, jákvæði og sjálfstyrking fyrir daginn með tónlist og sjávarniði Útgefandi: Fanný Jónmundsdóttir Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]…

Fanný Jónmundsdóttir (1945-)

Fanný Jónmundsdóttir (fædd 1945) er ekki tónlistarkona en hún hefur sent frá sér fjölda kassetta og geisladiska sem hafa að geyma slökunaræfingar og skylt efni undir tónlistarflutningi og sjávarniði. Fanný hefur starfað við ýmislegt á sínum starfsferli, sem fyrirsæta og fatahönnuður, við blaðamennsku, verslunarrekstur og verslun almennt en einnig sem verkefnisstjóri hjá Stjórnunarfélagi Íslands og…

Far out (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dúett sem gekk undir nafninu Far out en hann mun hafa komið fram í einungis eitt skipti. Jón Steinar Ragnarsson er í heimild sagður vera annar meðlima Far out og lék hann á munnhörpu, upplýsingar vantar hins vegar um hver skipaði dúettinn með honum sem og hvenær þeir félagar störfuðu.

Far (1995)

Far mun ekki hafa verið starfandi hljómsveit heldur var um að ræða danssveitina Fantasíu í dulargervi með nýrri söngkonu, eitt lag kom út með henni á safnplötunni Reif í skóinn árið 1995. Á þeirri safnplötu voru meðlimir þessarar sveitar hljómborðsleikararnir og forritararnir Jón Andri Sigurðarson og Trausti Heiðar Haraldsson (sem gengu undir nafninu Digit), og…

Fávitar í spennitreyju (2003)

Hljómsveitin Fávitar í spennitreyju úr Rangárþingi (líklega Hvolsvelli) var meðal þátttakenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003. Sveitina skipuðu þeir Árni Rúnarsson söngvari, Ómari Smári Jónsson gítarleikari og söngvari, Jón Óskar Björgvinsson bassaleikari og Andri Geir Jónsson trommuleikari. Fávitar í spennitreyju komust ekki áfram í úrslit keppninnar.

FÁLM [félagsskapur] (1973-74)

FÁLM (Félag áhugafólks um leiklist og músík) var félagsskapur sem starfaði í um ár og hélt utan um skemmtisamkomur í Tónabæ. Það mun hafa verið Tónabær sem hafði forgöngu um að félagsskapurinn var stofnaður og hugsanlegt er að Pétur Maack hafi verið með fingurna í því. Það var svo um páskana 1973 sem hugmyndin var…

Faxafón [útgáfufyrirtæki] (1960-94 / 2010-)

Faxafón var útgáfufyrirtæki Hauks Morthens söngvara en nokkrar plötur hans komu út undir merkjum útgáfunnar. Fyrstu tvær plöturnar komu út árið 1960 en það voru 7 tommu smáskífur með lögunum Gústi í Hruna / Fyrir átta árum og Með blik í auga / Síldarstúlkan. Síðar komu þrjár breiðskífur með Hauki út hjá Faxafón-útgáfunni, Með beztu…

Fax (1990)

Hljómsveit að nafni Fax lék á dansleik annan dag jóla 1990 á Siglufirði og draga má þá ályktun að sveitin sé þaðan. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana sem og hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.

Farvel trunta (1992)

Hljómsveitin Farvel trunta starfaði í Keflavík árið 1992, og hugsanlega lengur. Sveitin var nokkuð virk á ballsviðinu á heimavelli á Suðurnesjunum vorið 1992 en ekki liggur fyrir hvort hún hafði þá starfað um langan tíma, snemma það sumar hafði sveitin annað hvort tekið upp nýtt nafn eða hætt störfum. Fyrir liggur að Guðmundur [?] gítarleikari,…

Farmerarnir (1998)

Hljómsveitin Farmerarnir var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson gítarleikari, tölvumaður og söngvari, Örvar Davíð Þorvaldsson skífuþeytari og Guðmundur Logi Norðdahl gítarleikari og tölvumaður. Einn liðsmanna tríósins gekk úr skaptinu rétt fyrir keppnina eins og það var orðað í umfjöllun í blöðunum og því voru þeir bara…

Feður Flintstones (1992)

Feður Flintstones (einnig ritað Feður Flinstones) var í raun dúettinn Ajax undir öðru nafni en þeir Ajax-liðar, Sigurbjörn Þorgrímsson (Bjössi Biogen) og Þórhallur Skúlason skipuðu sveitina sem lék einhvers konar hardcore danstónlist. Feður Flinstones áttu eitt lag á safnplötunni Icerave sumarið 1992 en virðast að öðru leyti ekki hafa starfað undir því nafni.

Afmælisbörn 21. október 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…