Afmælisbörn 30. nóvember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og sex ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og sex ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2020

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötugur á þessum degi og fagnar því stórafmæli, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis…

Afmælisbörn 27. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sex talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi,…

Krossgátur

Glatkistan býður nú upp á nýja tegund afþreyingarefnis en það eru tónlistartengdar krossgátur fyrir fólk á öllum aldri. Þær munu birtast með reglubundnum hætti á vefsíðunni og er hægt að leysa þær beint á vefnum en jafnframt verða þær aðgengilegar til útprentunar. Krossgáta Glatkistunnar 1 [nýtt 26. nóvember]     –    Til útprentunar Krossgáta Glatkistunnar…

Afmælisbörn 26. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og sex ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Finnur Eydal (1940-96)

Tónlistarmaðurinn Finnur Eydal er ásamt eldri bróður sínum Ingimari meðal þekktustu sona Akureyrar en þeir bræður skemmtu heimamönnum og öðrum með ýmsum tónlistarlegum hætti um áratuga skeið, saman og í sitt hvoru lagi. Finnur Eydal fæddist vorið 1940 á Akureyri fáeinum vikum áður en Bretar hernámu land hér í heimsstyrjöldinni síðari og breyttu öllu, m.a.…

Figment creeper – Efni á plötum

Figment creeper – instrumental karaokee Útgefandi: Dizorder records Útgáfunúmer: diz04 Ár: 1999 1. Professor Singalong‘s guide to instrumental karaoke 2. Finally there 3. Almost there 4. Figment theme Flytjendur: Örnólfur Thorlacius – [?] Baldvin Ringsted – gítar

Figment creeper (1999)

Figment creeper er eitt fjölmargra aukasjálfa Örnólfs Thorlacius raftónlistarmanns en ein tólf tommu plata kom út með honum undir því nafni árið 1999 á vegum Dizorder records, undirútgáfu Thule. Fleiri plötur hafa ekki komið út með honum undir Figment creeper heitinu. Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir – Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir með aðstoð góðra vina – Ha…? [ep] Útgefandi: Nemendafélag Fellaskóla Útgáfunúmer: NF 001 Ár: 1982 1. Allt okkar líf 2. Bakaríið Flytjendur: Ásdís Mikaelsdóttir – söngur Bragi G. Bragason – söngur Bryndís Jónasdóttir – söngur Elsa K. Elísdóttir – söngur Ragnar Baldursson – söngur Sigurrós Friðriksdóttir – söngur Sólveig Berg Björnsdóttir…

Finnur frændi og smáfuglarnir (1982)

Vorið 1982 kom út tveggja laga plata með hópi nokkurra nemenda og kennara við Fellaskóla í Breiðholti, undir nafninu Finnur frændi og smáfuglarnir en platan bar titilinn Ha…? Tilefnið var tíu ára afmæli skólans en heilmikil afmælishátíð var haldin í tilefni þess. Lögin tvö, Allt okkar líf og Bakaríið voru eftir Hjalta Gunnlaugsson og Halldór…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Fínt fyrir þennan pening (1995-97)

Þeir félagar, Hjörtur Howser píanóleikari og Jens Hansson saxófónleikari – báðir kunnir tónlistarmenn, komu fram sem dúóið Fínt fyrir þennan pening alloft á árunum 1995 til 97. Dúóið lék nokkuð þétt vorið 1995 en síðan var lengra á milli gigga, þeir kunna að hafa komið fram oftar síðar undir þessu nafni og jafnvel á síðustu…

Fílapenslar og exem (1986)

Hljómsveitin Fílapenslar og exem (F.O.X.) starfaði um skamman tíma líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1986, og var skipuð meðlimum á unglinsaldri. Nöfn þeirra voru Bjarki [?], Þorkell [?] og Tyrri [?] en óskað er eftir frekari upplýsingum um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan.

Fílabandið (1990)

Fílabandið var ekki starfandi hljómsveit heldur nokkrir tónlistarmenn sem kölluðu sig því nafni þegar þeir léku á plötunni Leikskólalögin sem Almenna bókafélagið gaf út á vínylplötu- og kassettuformi fyrir jólin 1990. Þetta voru þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Stefán S. Stefánsson flautu-, saxófón-, hljómborðs- og slagverksleikari og Ari Einarsson gítarleikari en Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður kom…

FÍLA ’87 (1987)

Um verslunarmannahelgina 1987 keppti hljómsveit undir nafninu FÍLA ´87 (eða jafnvel bara Fíla) í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík – eða var þar að minnsta kosti skráð til leiks. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlima- og hljóðfæraskipan og er því leitað eftir þeim upplýsingum til lesenda Glatkistunnar með…

Fís-kvintettinn (1961)

FÍS-kvintettinn starfaði í fáeina mánuði um vorið og sumarið 1961 og lék þá líklega eingöngu í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Ekki finnast öruggar heimildir um hverjir skipuðu þessa sveit en Benedikt Pálsson trommuleikari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari, Pálmar Á. Sigurbergsson píanóleikari og Haukur H. Gíslason bassaleikari hafa verið nefndir í því samhengi, þá vantar upplýsingar…

Fjaðrafok (1996)

Fjaðrafok var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit en flytjandi með því nafni átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem kom út 1996. Meðlimir Fjaðrafoks voru þeir Sigurgeir Sigmarsson gítarleikari, Ragna Berg Gunnarsdóttir söngkona, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkona og  Þórir Úlfarsson sem annaðist annan hljóðfæraleik og forritun. Líklegt hlýtur að teljast að Sigurgeir Sigmarsson sé…

Afmælisbörn 25. nóvember 2020

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Afmælisbörn 24. nóvember 2020

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari…

Afmælisbörn 23. nóvember 2020

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2020

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fjörtíu og eins árs gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik…

Afmælisbörn 19. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níutíu og þriggja ára gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð hefur verið starfandi fyrir norðan síðan 1980 og hefur lifað lengstum ágætu lífi með tilheyrandi félagsstarfi, dansleikjum og spilamennsku. Það var Karl Jónatansson harmonikkuleikari sem hafði frumkvæðið að stofnun félagsins en hann hafði staðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fáeinum árum fyrr. Karl hafði flutt norður og fékkst við harmonikkukennslu…

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði [félagsskapur] (1992-)

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur starfað síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er með öflugri félögum af því tagi á landinu. Félagið var stofnað snemma árs 1992 með það að markmiði að efla og kynna harmonikkutónlist í Skagafirðinum. Starfsemin hófst að nokkrum krafti og m.a. var þar starfandi hljómsveit sem lék m.a. með…

Fimmund [2] [útgáfufyrirtæki] (1990-)

Útgáfufyrirtækið Fimmund hefur verið starfrækt síðan 1990 en það var þá stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Islandicu til að gefa plötu sveitarinnar út en ekkert stóru plötuútgáfufyrirtækjanna hafði haft áhuga á að koma að útgáfu á plötunni. Meðlimir Islandicu voru þá hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson og voru þá…

Fimmund [1] (1995-2000)

Sönghópur að nafni Fimmund starfaði fyrir norðan, líklega á Siglufirði undir lok síðustu aldar. Fimmund var stofnuð haustið 1995 og starfaði næstu árin, til ársins 2000 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort það var samfleytt. Sönghópurinn söng nokkuð opinberlega, m.a. á þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000. Ekki er að finna margar heimildir um…

FH-bandið – Efni á plötum

FH Bandið – Áfram FH Útgefandi: Fimleikafélag Hafnarfjarðar Útgáfunúmer: FH 001 Ár: 1990 1. Áfram FH 2. Allir vilja vera í FH! 3. Skoriði mark 4. Komum í Krikann 5. Áfram FH (instrumental) 6. Allir vilja vera í FH! (instrumental) 7. Skoriði mark (instrumental) 8. Komum í Krikann (instrumental) Flytjendur: Björn Eysteinsson – [?] Dýri…

FH-bandið (1974-91)

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið. FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta…

Félag harmonikuunnenda Norðfirði [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda Norðfirði var eitt af fjölmörgum harmonikkufélögum sem stofnuð voru í þeirri vakningu sem varð í kringum 1980 en félagið var stofnað um vorið 1980. Félagið starfar að öllum líkindum ennþá og hefur haft nokkra fasta punkta í dagskrá sinni yfir árið en félagar úr hópnum hafa leikið opinberlega fyrir jólin, á 1. maí-hátíðarhöldum…

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] – Efni á plötum

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð – Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð 25 ára Útgefandi: FHUE Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Skottís 2. Dansað í Holti 3. Hrópið 4. Glitrandi vogar 5. Með þér 6. Við dönsuðum í Ásbyrgi 7. Á hörpunnar óma 8. Skandinavískur vals 9. Jolie pluid déte 10. Den lilla skärgårdsflickan 11. Tunglskinsnætur 12.…

Finsóníuhljómsveit Íslands (1993)

Hljómsveit sem bar heitið Finsóníuhljómsveit Íslands var skráð til leiks í Viðarstauk ´93, tónlistarkeppni sem haldin er árlega innan Menntaskólans á Akureyri. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Finnur í sturtu (1984)

Hljómsveitin Finnur í sturtu var meðal keppenda í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk ´84 sem haldin var vorið 1984. Mestar líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þessa skemmtun en samt sem áður er óskað eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fist (1984-85)

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi. Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs…

Fiskilykt (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Norðfirði undir nafninu Fiskilykt – líklega í kringum 1990, um hverjir skipuðu þessa sveit, hver var hljóðfæraskipan hennar sem og starfstími og annað sem skiptir máli.

Fire (1996)

Heimildir um hljómsveitina Fire eru af skornum skammti en hún starfaði á Akureyri árið 1996, hugsanlega lengur. Sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem kom út haustið 1996 og á þeirri plötu voru meðlimir sveitarinnar þeir Hörður Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon trommuleikari, Páll St. Steindórsson söngvari og Guðni Konráðsson gítarleikari, einnig lék Kristján…

Fitlar (1994-95)

Djasstríóið Fitlar starfaði í um eitt ár 1994-95 eða frekar mætti segja að tríóið hafi komið saman í tvígang, haustið 1994 og vorið 1995 en meðlimir þess voru annars vegar frá Akureyri og hins vegar Reykjavík. Það voru þeir Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason sem voru fulltrúar Norðlendinga í sveitinni en Jóel Pálsson…

Afmælisbörn 18. nóvember 2020

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og eins árs gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu, öll nema eitt þeirra eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn,…

Afmælisbörn 15. nóvember 2020

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextugur í dag og á því stórafmæli. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Afmælisbörn 14. nóvember 2020

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Þá á Magnús R.…

Afmælisbörn 13. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og fimm ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Glatkistan hlýtur styrk úr Akki

Glatkistan var fyrir stuttu eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Akki, styrktar- og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga en Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem hefur með úthlutanir úr sjóðnum að gera styrkir árlega ýmis rannsóknarverkefni, auk brautryðjenda-c og þróunarstarfs, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er eins og segir á vefsíðu VM „…að…

Afmælisbörn 12. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og átta ára gömul á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og sex ára afmæli í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum,…

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík [félagsskapur] (1977-)

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík (FHUR / F.H.U.R.) er öflugur félagsskapur sem hefur verið starfræktur frá því 1977, félagið hefur staðið fyrir margvíslegum uppákomum tengdum harmonikkutónlist og stuðlað að eflingu tónlistarinnar með ýmsum hætti. Það mun hafa verið Karl Jónatansson harmonikkuleikari og -kennari sem hafði frumkvæðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og fékk í lið…

Fást – Efni á plötum

Fást – Svartnættiskuklið [snælda] Útgefandi: Fást Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1986 1. Surrender 2. Waiting 3. Solution in a night time 4. Dusty days 5. Vor 6. Mambó 7. Out of control 8. Eyjólfur á Melum Flytjendur: Eiríkur Hilmisson – gítar og raddir Magnús Helgason – söngur Sólmundur Friðriksson – bassi Guðrún Oddsdóttir – söngur…