Fínt fyrir þennan pening (1995-97)

Fínt fyrir þennan pening

Þeir félagar, Hjörtur Howser píanóleikari og Jens Hansson saxófónleikari – báðir kunnir tónlistarmenn, komu fram sem dúóið Fínt fyrir þennan pening alloft á árunum 1995 til 97.

Dúóið lék nokkuð þétt vorið 1995 en síðan var lengra á milli gigga, þeir kunna að hafa komið fram oftar síðar undir þessu nafni og jafnvel á síðustu árum. Yfirleitt voru þeir tveir á ferð en stöku sinnum var gestaleikari eða -söngvari með þeim í för og hafa þeir Sævar Sverrisson og Birgir Haldursson verið nefndir í því samhengi.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta samstarf þeirra Hjartar og Jens.