Fálkinn [útgáfufyrirtæki] (1930-86)

Hljómplötuútgáfan Fálkinn á sér langa og merka sögu í íslenskri tónlist og hefur gefið út flesta plötutitla allra útgáfufyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið er enn starfandi þótt hljómplötuútgáfa hafi verið fyrir löngu síðan verið lögð af hjá því. Það var trésmiðurinn Ólafur Magnússon sem stofnaði fyrirtækið árið 1904 en hann hóf þá reiðhjólaviðgerðir gegn greiðslu á…

Fálkar [2] (2001)

Pöbbabandið Fálkar starfaði í nokkra mánuði árið 2001 og spilaði eitthvað á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Bandið, sem að öllum líkindum var dúett, var skipað þeim Antoni Kröyer hljómborðsleikara og Jóhanni Guðmundssyni gítarleikara [?].

Fálkar [1] – Efni á plötum

Fálkar – [ep] Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Fálkar – Ástarkveðja frá Keflavík Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 188 Ár: 2000 1. Intró 2. Ástarkveðja frá Keflavík 3. Aldeilis fín ábreiða 4. Mættu með perkið 5. Það eins gott að það sé í kvöld…

Fálkar [1] (1997-2004)

Keflvíska hljómsveitin Fálkar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin, þó með hléum því tveir meðlimir hennar dvöldust um tíma erlendis í námi. Sveitin sendi frá sér tvær plötur og meðlimir hennar áttu síðar eftir að starfa í fremstu röð tónlistarmanna hér á landi. Fálkar (einnig kölluð Fálkar frá Keflavík) var stofnuð árið 1997…

Feedback [2] (2004)

Reykvíska hljómsveitin Feedback var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004. Meðlimir Feedback voru þeir Björn Þór Gunnarsson trommleikari, Valdimar Bergsson bassaleikari, Steinþór Guðjónsson gítarleikari og Allan Sigurðsson söngvari og gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en Steinþór var síðan kjörinn besti gítarleikari Músíktilraunanna. Sveitin starfaði ekki lengi eftir…

Félag alþýðutónskálda [félagsskapur] (1980-83)

Árið 1980 var stofnað innan SATT (Samtaka alþýðutónskálda og tónlistarmanna) höfundarfélag sem ætlað var að vinna fyrir þau tónskáld sem sömdu léttari tónlist (popp, rokk o.s.frv.) og berjast fyrir hærra hlutfalli STEF-gjalda en tónskáld „æðri tónlistar“ eins og það var oft kallað báru þá hlutfallslega miklu meira úr býtum. Félagið hlaut nafnið Félag alþýðutónskálda (skammstafað…

Festi [tónlistartengdur staður] (1972-2000)

Félagsheimilið Festi í Grindavík er líklega eitt sögufrægasta samkomuhús Íslandssögunnar en þar voru haldin hundruð ef ekki þúsundir sveitaballa og annarra dansleikja, einkum á áttunda og framan af níunda áratug síðustu aldar. Hafist var við að byggja húsið sumarið 1968 en þá hafði Kvenfélagshúsið svokallaða (einnig kallað Kvennó) verið aðal samkomuhús Grindvíkinga frá árinu 1930,…

Ferning (1966)

Hljómsveitin Ferning virðist hafa verið skammlíf sveit en hún var auglýst í Sigtúni haustið 1966. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum [félagsskapur] (1981)

Félag áhugafólks um harmonikkuleik hefur verið starfandi í Húnavatnssýslum um árabil, fyrst undir nafninu Harmonikufélagið Blönduósi en síðan Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum frá árinu 1991. Félagið var stofnað vorið 1981 á Hótel Blönduósi og var Þórir Jóhannsson kjörinn fyrsti formaður þess, hann gegndi embættinu um árabil en Svavar Jónsson tók við af honum í stuttan…

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum [félagsskapur]- Efni á plötum

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum – Harmonikan hljómi Útgefandi: Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum Útgáfunúmer: FHUS 0801 Ár: 2008 1. Landsmótslag 2008 2. Á vorléttum vængjum 3. Brimlending í Grindavík 4. Kvöldsigling um Fáskrúðsfjörð 5. Sail along silfery moon 6. Litli valsinn 7. Bettína 8. Everybody love some lover 9. Aquarela do Brazil 10. Smalastrákurinn 11. Hugsað…

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum [félagsskapur] (1990-)

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum er félagsskapur sem hefur verið starfræktur síðan 1990 en heimavöllur starfseminnar er í Keflavík. Félagið var stofnað í ársbyrjun 1990 en þá hafði lengi staðið til að stofna slíkan félasskap. Á fimmta tug stofnmeðlima komu að félaginu í upphafi en meðlimafjöldi þess hefur verið rokkandi í gegnum tíðina. Ásgeir Gunnarsson var…

Félag harmonikuleikara í Reykjavík [félagsskapur] (1936-48)

Á árunum 1936-48 starfaði félagsskapur á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Félag harmonikuleikara í Reykjavík, auk þess að vera hagsmunasamtök harmonikkuleikara stóð félagið fyrir dansleikjum og tónleikum. Félag harmonikuleikara í Reykjavík var stofnað haustið 1936 og voru stofnmeðlimir níu talsins. Fyrstu stjórnina skipuðu þeir Hafsteinn Ólafsson formaður, Guðmundur Bjarnleifsson ritari, Magnús Helgason gjaldkeri og Jón Ólafsson varaformaður.…

Félag áhugamanna um klassíska gítartónlist [félagsskapur] (1973-76)

Haustið 1973 var stofnaður félagsskapur í Reykjavík undir yfirskriftinni Félag áhugamanna um klassíska gítartónlist (FÁKG / F.Á.K.G.) en stofnmeðlimir sem voru á bilinu tuttugu til þrjátíu, voru flestir af fyrstu og annarri kynslóð slíkra gítarleikara hérlendis. Formaður FÁKG var Kjartan Eggertsson og Jón Ívarsson ritari en þeir tveir voru hvað virkastir í starfsemi félagsins, annað…

Félag harmonikuunnenda Siglufirði [félagsskapur] (1993-2006)

Félag harmonikuunnenda Siglufirði starfaði á annan áratug við lok síðustu aldar og byrjun þeirrar nýju. Félagið var stofnað árið 1993 en lítið liggur fyrir um félagið framan af, frá árinu 1996 og þar til félagið lognaðist útaf (líklega 2006) gegndi Ómar Hauksson formennsku í því en ekki er vitað hvort hann var formaður frá upphafi.…

Afmælisbörn 4. nóvember 2020

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…