
Feedback
Reykvíska hljómsveitin Feedback var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004.
Meðlimir Feedback voru þeir Björn Þór Gunnarsson trommleikari, Valdimar Bergsson bassaleikari, Steinþór Guðjónsson gítarleikari og Allan Sigurðsson söngvari og gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en Steinþór var síðan kjörinn besti gítarleikari Músíktilraunanna.
Sveitin starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunir en Casablanca var síðan stofnuð upp úr henni.