Finnur Eydal (1940-96)

Tónlistarmaðurinn Finnur Eydal er ásamt eldri bróður sínum Ingimari meðal þekktustu sona Akureyrar en þeir bræður skemmtu heimamönnum og öðrum með ýmsum tónlistarlegum hætti um áratuga skeið, saman og í sitt hvoru lagi. Finnur Eydal fæddist vorið 1940 á Akureyri fáeinum vikum áður en Bretar hernámu land hér í heimsstyrjöldinni síðari og breyttu öllu, m.a.…

Figment creeper – Efni á plötum

Figment creeper – instrumental karaokee Útgefandi: Dizorder records Útgáfunúmer: diz04 Ár: 1999 1. Professor Singalong‘s guide to instrumental karaoke 2. Finally there 3. Almost there 4. Figment theme Flytjendur: Örnólfur Thorlacius – [?] Baldvin Ringsted – gítar

Figment creeper (1999)

Figment creeper er eitt fjölmargra aukasjálfa Örnólfs Thorlacius raftónlistarmanns en ein tólf tommu plata kom út með honum undir því nafni árið 1999 á vegum Dizorder records, undirútgáfu Thule. Fleiri plötur hafa ekki komið út með honum undir Figment creeper heitinu. Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir – Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir með aðstoð góðra vina – Ha…? [ep] Útgefandi: Nemendafélag Fellaskóla Útgáfunúmer: NF 001 Ár: 1982 1. Allt okkar líf 2. Bakaríið Flytjendur: Ásdís Mikaelsdóttir – söngur Bragi G. Bragason – söngur Bryndís Jónasdóttir – söngur Elsa K. Elísdóttir – söngur Ragnar Baldursson – söngur Sigurrós Friðriksdóttir – söngur Sólveig Berg Björnsdóttir…

Finnur frændi og smáfuglarnir (1982)

Vorið 1982 kom út tveggja laga plata með hópi nokkurra nemenda og kennara við Fellaskóla í Breiðholti, undir nafninu Finnur frændi og smáfuglarnir en platan bar titilinn Ha…? Tilefnið var tíu ára afmæli skólans en heilmikil afmælishátíð var haldin í tilefni þess. Lögin tvö, Allt okkar líf og Bakaríið voru eftir Hjalta Gunnlaugsson og Halldór…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Fínt fyrir þennan pening (1995-97)

Þeir félagar, Hjörtur Howser píanóleikari og Jens Hansson saxófónleikari – báðir kunnir tónlistarmenn, komu fram sem dúóið Fínt fyrir þennan pening alloft á árunum 1995 til 97. Dúóið lék nokkuð þétt vorið 1995 en síðan var lengra á milli gigga, þeir kunna að hafa komið fram oftar síðar undir þessu nafni og jafnvel á síðustu…

Fílapenslar og exem (1986)

Hljómsveitin Fílapenslar og exem (F.O.X.) starfaði um skamman tíma líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1986, og var skipuð meðlimum á unglinsaldri. Nöfn þeirra voru Bjarki [?], Þorkell [?] og Tyrri [?] en óskað er eftir frekari upplýsingum um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan.

Fílabandið (1990)

Fílabandið var ekki starfandi hljómsveit heldur nokkrir tónlistarmenn sem kölluðu sig því nafni þegar þeir léku á plötunni Leikskólalögin sem Almenna bókafélagið gaf út á vínylplötu- og kassettuformi fyrir jólin 1990. Þetta voru þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Stefán S. Stefánsson flautu-, saxófón-, hljómborðs- og slagverksleikari og Ari Einarsson gítarleikari en Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður kom…

FÍLA ’87 (1987)

Um verslunarmannahelgina 1987 keppti hljómsveit undir nafninu FÍLA ´87 (eða jafnvel bara Fíla) í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík – eða var þar að minnsta kosti skráð til leiks. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlima- og hljóðfæraskipan og er því leitað eftir þeim upplýsingum til lesenda Glatkistunnar með…

Fís-kvintettinn (1961)

FÍS-kvintettinn starfaði í fáeina mánuði um vorið og sumarið 1961 og lék þá líklega eingöngu í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Ekki finnast öruggar heimildir um hverjir skipuðu þessa sveit en Benedikt Pálsson trommuleikari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari, Pálmar Á. Sigurbergsson píanóleikari og Haukur H. Gíslason bassaleikari hafa verið nefndir í því samhengi, þá vantar upplýsingar…

Fjaðrafok (1996)

Fjaðrafok var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit en flytjandi með því nafni átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem kom út 1996. Meðlimir Fjaðrafoks voru þeir Sigurgeir Sigmarsson gítarleikari, Ragna Berg Gunnarsdóttir söngkona, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkona og  Þórir Úlfarsson sem annaðist annan hljóðfæraleik og forritun. Líklegt hlýtur að teljast að Sigurgeir Sigmarsson sé…

Afmælisbörn 25. nóvember 2020

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…