FÍLA ’87 (1987)

Um verslunarmannahelgina 1987 keppti hljómsveit undir nafninu FÍLA ´87 (eða jafnvel bara Fíla) í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík – eða var þar að minnsta kosti skráð til leiks. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlima- og hljóðfæraskipan og er því leitað eftir þeim upplýsingum til lesenda Glatkistunnar með fyrirfram þökkum.

Líkur eru á að sveitin hafi verið starfandi á norðan- eða austanverðu landinu.