
FÍS-kvintettinn
FÍS-kvintettinn starfaði í fáeina mánuði um vorið og sumarið 1961 og lék þá líklega eingöngu í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni.
Ekki finnast öruggar heimildir um hverjir skipuðu þessa sveit en Benedikt Pálsson trommuleikari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari, Pálmar Á. Sigurbergsson píanóleikari og Haukur [?] bassaleikari hafa verið nefndir í því samhengi, þá vantar upplýsingar um einn meðlim sveitarinnar. Jón Stefánsson var söngvari FÍS-kvintettsins en var ekki hluti af hljómsveitinni heldur einungis ráðinn söngvari hennar.
Þeir sem tæmandi upplýsingar hafa um þessa sveit mega gjarnan senda Glatkistunni línu.