Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð hefur verið starfandi fyrir norðan síðan 1980 og hefur lifað lengstum ágætu lífi með tilheyrandi félagsstarfi, dansleikjum og spilamennsku. Það var Karl Jónatansson harmonikkuleikari sem hafði frumkvæðið að stofnun félagsins en hann hafði staðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fáeinum árum fyrr. Karl hafði flutt norður og fékkst við harmonikkukennslu…

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði [félagsskapur] (1992-)

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur starfað síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er með öflugri félögum af því tagi á landinu. Félagið var stofnað snemma árs 1992 með það að markmiði að efla og kynna harmonikkutónlist í Skagafirðinum. Starfsemin hófst að nokkrum krafti og m.a. var þar starfandi hljómsveit sem lék m.a. með…

Fimmund [2] [útgáfufyrirtæki] (1990-)

Útgáfufyrirtækið Fimmund hefur verið starfrækt síðan 1990 en það var þá stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Islandicu til að gefa plötu sveitarinnar út en ekkert stóru plötuútgáfufyrirtækjanna hafði haft áhuga á að koma að útgáfu á plötunni. Meðlimir Islandicu voru þá hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson og voru þá…

Fimmund [1] (1995-2000)

Sönghópur að nafni Fimmund starfaði fyrir norðan, líklega á Siglufirði undir lok síðustu aldar. Fimmund var stofnuð haustið 1995 og starfaði næstu árin, til ársins 2000 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort það var samfleytt. Sönghópurinn söng nokkuð opinberlega, m.a. á þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000. Ekki er að finna margar heimildir um…

FH-bandið – Efni á plötum

FH Bandið – Áfram FH Útgefandi: Fimleikafélag Hafnarfjarðar Útgáfunúmer: FH 001 Ár: 1990 1. Áfram FH 2. Allir vilja vera í FH! 3. Skoriði mark 4. Komum í Krikann 5. Áfram FH (instrumental) 6. Allir vilja vera í FH! (instrumental) 7. Skoriði mark (instrumental) 8. Komum í Krikann (instrumental) Flytjendur: Björn Eysteinsson – [?] Dýri…

FH-bandið (1974-91)

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið. FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta…

Félag harmonikuunnenda Norðfirði [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda Norðfirði var eitt af fjölmörgum harmonikkufélögum sem stofnuð voru í þeirri vakningu sem varð í kringum 1980 en félagið var stofnað um vorið 1980. Félagið starfar að öllum líkindum ennþá og hefur haft nokkra fasta punkta í dagskrá sinni yfir árið en félagar úr hópnum hafa leikið opinberlega fyrir jólin, á 1. maí-hátíðarhöldum…

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] – Efni á plötum

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð – Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð 25 ára Útgefandi: FHUE Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Skottís 2. Dansað í Holti 3. Hrópið 4. Glitrandi vogar 5. Með þér 6. Við dönsuðum í Ásbyrgi 7. Á hörpunnar óma 8. Skandinavískur vals 9. Jolie pluid déte 10. Den lilla skärgårdsflickan 11. Tunglskinsnætur 12.…

Finsóníuhljómsveit Íslands (1993)

Hljómsveit sem bar heitið Finsóníuhljómsveit Íslands var skráð til leiks í Viðarstauk ´93, tónlistarkeppni sem haldin er árlega innan Menntaskólans á Akureyri. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Finnur í sturtu (1984)

Hljómsveitin Finnur í sturtu var meðal keppenda í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk ´84 sem haldin var vorið 1984. Mestar líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þessa skemmtun en samt sem áður er óskað eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fist (1984-85)

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi. Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs…

Fiskilykt (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Norðfirði undir nafninu Fiskilykt – líklega í kringum 1990, um hverjir skipuðu þessa sveit, hver var hljóðfæraskipan hennar sem og starfstími og annað sem skiptir máli.

Fire (1996)

Heimildir um hljómsveitina Fire eru af skornum skammti en hún starfaði á Akureyri árið 1996, hugsanlega lengur. Sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem kom út haustið 1996 og á þeirri plötu voru meðlimir sveitarinnar þeir Hörður Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon trommuleikari, Páll St. Steindórsson söngvari og Guðni Konráðsson gítarleikari, einnig lék Kristján…

Fitlar (1994-95)

Djasstríóið Fitlar starfaði í um eitt ár 1994-95 eða frekar mætti segja að tríóið hafi komið saman í tvígang, haustið 1994 og vorið 1995 en meðlimir þess voru annars vegar frá Akureyri og hins vegar Reykjavík. Það voru þeir Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason sem voru fulltrúar Norðlendinga í sveitinni en Jóel Pálsson…

Afmælisbörn 18. nóvember 2020

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…