Fimmund [1] (1995-2000)

Sönghópur að nafni Fimmund starfaði fyrir norðan, líklega á Siglufirði undir lok síðustu aldar.

Fimmund var stofnuð haustið 1995 og starfaði næstu árin, til ársins 2000 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort það var samfleytt. Sönghópurinn söng nokkuð opinberlega, m.a. á þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000.

Ekki er að finna margar heimildir um Fimmund en þó liggur fyrir að Erla Kristinsdóttir og Guðný Pálsdóttir voru meðlimir hópsins, Glatkistan óskar því eftir upplýsingum um fleiri Fimmundar-liða og annað sem varðar sögu hópsins.