Fimmund [2] [útgáfufyrirtæki] (1990-)

Fimmund – logo

Útgáfufyrirtækið Fimmund hefur verið starfrækt síðan 1990 en það var þá stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Islandicu til að gefa plötu sveitarinnar út en ekkert stóru plötuútgáfufyrirtækjanna hafði haft áhuga á að koma að útgáfu á plötunni.

Meðlimir Islandicu voru þá hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson og voru þá öll líklega eigendur fyrirtækisins, svo virðist sem Guðmundur hafi síðar dregið sig úr samstarfinu og Fimmund verið í eigu hinna þriggja.

Fyrsta plata Fimmundar var sem fyrr segir með Islandicu, hún hét Rammíslensk: Folk & fantasy og í kjölfarið fylgdu fleiri plötur með sveitinni auk sólólplötur með þeim og fleirum, reyndar hafði komið út sólóplata með Herdísi árið 1998 undir Fimmundar-nafninu en útgáfan hafði þá ekki verið stofnuð.

Ekki verður annað séð en að Fimmund starfi ennþá þótt ekki hafi komið út plata á vegum fyrirtækisins síðustu árin, alls hafa komið út átján titlar þegar þetta er ritað.