Sigurjón Steinsson (1929-2017)

Sigurjón Steinsson var harmonikkuleikari, alþýðulistamaður sem lék á dansleikjum á yngri árum, hann tók aftur upp nikkuna á efri árum og gaf þá út plötu með harmonikkutónlist. Sigurjón eða Ninni eins og hann var iðulega kallaður var fæddur í Stíflu í Fljótum 1929 og bjó þar framan af ævi, það var svo árið 1961 sem…

Signa bandið (1988-93)

Signa bandið var dúett starfandi á Siglufirði um nokkurra ára skeið, 1988 til 93 og hugsanlega lengur. Meðlimir Signa bandsins voru þeir Magnús Guðbrandsson og Steinar Ingi Eiríksson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra.

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.

Fart (um 1970)

Á Siglufirði starfaði skammlíft tríó (líklega árið 1970) undir nafninu Fart – sem þótti reyndar undarlegt nafnaval. Sveitina skipuðu þeir Guðmundur Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ingólfsson [trommuleikari?] og Þorleifur Halldórsson bassaleikari. Þeir Guðmundur og Arnar eru bræður og Þorleifur er bróðir Þorvaldar „Á sjó“ Halldórssonar.

Fjórir fjörugir [1] (1958-61)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði yfir sumartímann á Siglufirði nokkur sumur í kringum 1960 meðan síldin var enn úti fyrir landi og bærinn iðaði af lífi. Nokkuð óljóst er hvenær Fjórir fjörugir tóku til starfa undir þessu nafni en að minnsta kosti hluti sveitarinnar hafði leikið saman undir nafninu Tónatríó nokkur sumur á undan, heimildir eru…

Fílapenslarnir (1990-2010)

Fílapenslarnir (einnig nefndir Fílapenslar Siglufjarðar) var hópur fólks á Siglufirði sem skemmti bæjarbúum þar og annars staðar um tveggja áratuga skeið í kringum síðustu aldamót. Ýmist var um að ræða hljómsveit, sönghóp eða bara hóp skemmtikrafta sem gegndi ámóta hlutverki og Spaugstofan gerði þá sunnan heiða, og kom fram með leik- og söngatriði. Fílapenslarnir voru…

Fimmund [1] (1995-2000)

Sönghópur að nafni Fimmund starfaði fyrir norðan, líklega á Siglufirði undir lok síðustu aldar. Fimmund var stofnuð haustið 1995 og starfaði næstu árin, til ársins 2000 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort það var samfleytt. Sönghópurinn söng nokkuð opinberlega, m.a. á þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000. Ekki er að finna margar heimildir um…

Félag harmonikuunnenda Siglufirði [félagsskapur] (1993-2006)

Félag harmonikuunnenda Siglufirði starfaði á annan áratug við lok síðustu aldar og byrjun þeirrar nýju. Félagið var stofnað árið 1993 en lítið liggur fyrir um félagið framan af, frá árinu 1996 og þar til félagið lognaðist útaf (líklega 2006) gegndi Ómar Hauksson formennsku í því en ekki er vitað hvort hann var formaður frá upphafi.…

Fax (1990)

Hljómsveit að nafni Fax lék á dansleik annan dag jóla 1990 á Siglufirði og draga má þá ályktun að sveitin sé þaðan. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana sem og hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.

Canto kvartettinn (1945-51)

Canto kvartettinn var tvöfaldur kvartett (þótt nafn hans gefi annað til kynna) sem starfaði á Siglufirði um miðja síðustu öld en þar í bæ var sönglíf með ágætum, sbr. Karlakórinn Vísir. Kvartettinn mun hafa komið fyrst fram á þorrablóti í upphafi ársins 1945 og því er ekki ólíklegt að hann hafi verið stofnaður fyrir áramótin…

Guðmundur Gauti (1928-77)

Guðmundur Óli Þorláksson, oft nefndur Guðmundur Gauti er líklega einn þekktasti Siglfirðingurinn í íslenskri tónlistarsögu þótt ekki væri hann reyndar innfæddur Siglfirðingur, það var hann sem söng upphaflega lagið Sem lindin tær sem naut mikilla vinsælda hér fyrrum og hefur síðan verið endurgert í nokkur skipti. Guðmundur var einnig þekktur hljómsveitamaður með Gautum og einsöngvari…

Gibson (1963)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árið 1963 undir nafninu Gibson (einnig nefnd Gipson). Ekki finnast margar heimildir um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði en meðlimir hennar voru Jósep Blöndal [?], Tómas Hertervig [?], Baldvin Júlíusson söngvari og trommuleikari og Magnús Guðbrandsson gítarleikari, fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.

Geirharður Valtýsson (1929-2010)

Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) setti mikinn svip á tónlistarlíf Siglfirðinga á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og segja má að hann hafi fær þeim heimsmenninguna beint í æð með starfi sínu nyrðra. Geirharður (Gerhard Walter Schmidt) fæddist í bænum Ronneburg í austanverðu Þýskalandi árið 1929 og nam þar tónlistarfræði sín en hann hafði verið…

Omo (1964-65)

Hljómsveitin Omo starfaði á Siglufirði um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, mitt í miðju bítlafárs. Sveitin mun hafa verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1964 og 65, og fór víða um norðanvert landið til spilamennsku á dansleikjum. Meðlimir hennar voru þeir Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Elías [Þorvaldsson?], Guðmundur Garðar Hafliðason trommuleikari og Halli [?] Óskarsson.…

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…

Max [3] (1988-92)

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr. Max var stofnuð í upphafi árs 1988 upp úr hljómsveitinni Ekkó og höfðu meðlimir sveitarinnar í upphafi verið þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Pálmi Steingrímsson söngvari, Rúnar Sveinsson bassaleikari, Hilmar Elefsen gítarleikari og…

Vorboðakórinn (1995-)

Vorboðakórinn (einnig nefndur Vorboðar / Vorboðinn) er kór eldri borgara á Siglufirði. Kórinn var stofnaður árið 1995 og hefur verið ómissandi hluti starfs eldri borgara á staðnum, en hann syngur við fjölmörg tækifæri ár hvert í heimabyggð. Sturlaugur Kristjánsson hefur stjórnað kórnum mörg undanfarin ár en ekki liggur fyrir hvort hann hefur gert það frá…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)

Nafni og minningu sr. Bjarna Þorsteinssonar verður vafalaust haldið á lofti um aldur og ævi en hann safnaði þjóðlögum og gaf út á bók og stuðlaði þannig að varðveislu menningararfs sem annars hefði glatast, hann var aukinheldur tónskáld og margt fleira. Bjarni fæddist á Mýrunum haustið 1861 og ólst upp við tónlist án þess þó…

Bjarki Árnason (1924-84)

Bjarki Árnason var kunnur harmonikkuleikari, laga- og textahöfundum og flestir þekkja lagið Sem lindin tær sem hann samdi ljóðið við. Bjarki fæddist á Stóru Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu 1924 og ólst upp á Litlu Reykjum í sömu sveit. Hann kynntist ungur tónlist á æskuheimili sínu en naut aldrei formlegrar tónlistarmenntunar. Fyrsta hljóðfærið sem hann…

Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson og Kristinn Kristjánsson komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur og byrjaði að spila og syngja og Kristinn…

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…

Tóti og Danni (2006-)

Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson hafa komið margoft fram á öldurhúsum, einkum á Siglufirði, frá árinu 2006 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir leika þeir á gítara og syngja auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri. Stundum hafa þeir kallað sig Tótmon og Dafunkel eða jafnvel Svilabandið.

Tónatríó [2] (1957-60)

Tónatríó var starfrækt á Siglufirði fyrir og um 1960 en starfaði einvörðungu yfir sumartímann. Sveitin var stofnuð vorið 1957 og voru meðlimir hennar Hlöður Freyr Bjarnason píanóleikari, Sverrir Sveinsson trommuleikari og Steingrímur Guðmundsson harmonikkuleikari. Þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nágrannasveitarfélögunum. Tónatríóið starfaði aðeins á sumrin þar eð meðlimir þess voru ekki búsettir á…

TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…

Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996. Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga…

Pólar (1965)

Litlar sögur fara af bítlahljómsveitinni Pólum sem starfaði á Siglufirði 1965 og e.t.v. lengur. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Theódór Júlíusson (síðar leikari) sem lék á trommur, Sigurður Örn Baldvinsson gítarleikari, Magnús Guðbrandsson sem einnig lék á gítar og Guðbrandur Sveinn Gústafsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver þeirra félaga söng. Allar frekari upplýsingar um…

Plunge (1996-98)

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og…

Jonni í Hamborg (1924-46)

Jonni í Hamborg (Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson Guðmundsson) er ekki nafn sem margir tengja við íslenska tónlist en hann var á vissan hátt brautryðjandi í tónlistarlífi Íslendinga þegar hann hafði frumkvæði að því að standa fyrir fyrstu djasstónleikunum sem haldnir voru hér landi. Jonni fæddist á Siglufirði 1924 en fluttist fljótlega til Akureyrar til fósturforeldra…

Karlakórinn Vísir (1923-83)

Karlakórinn Vísir á Siglufirði átti sér langa og merkilega sögu en eftir hann liggja fjölmargar útgáfur sem ná yfir sjötíu ára tímabil. Tónlistarhefðin á Siglufirði hafði til þessa miðast við þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var kunnur um land allt fyrir starf sitt, hann kom einmitt að stofnun kórsins og var síðar gerður að heiðursfélaga…

Kanton (?)

Upplýsingar eru af afar skornum skammti um hljómsveitina Kanton sem starfaði á Siglufirði, hugsanlega á sjöunda, jafnvel áttunda áratug síðustu aldar. Þetta mun hafa verið sveit sem gekk á sínum tíma undir ýmsum nöfnum (Omo, Hrím, Gibson o.fl.) og með mismunandi skipan meðlima en hér mættu lesendur fylla í eyðurnar.

Kargó (1986-89)

Kargó (Cargo) frá Siglufirði var unglingasveit og fór nokkuð víða sem slík, hún starfaði í um þrjú ár og hefur komið saman í nokkur skipti hin síðari ár. Hljómsveitin var stofnuð í ársbyrjun 1986 og voru stofnmeðlimir hennar Örn Arnarsson trommuleikari, Þorsteinn Sveinsson söngvari (Miðaldamenn o.fl.), Jón Ómar Erlingsson bassaleikari (Sóldögg o.fl.), Leifur Elíasson [?]…

The Young sailors (um 1985)

Pönksveitin The Young Sailors starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, líklega 1985. Kolbeinn Óttarsson Proppé trommuleikari var einn þeirra sem skipaði þessa sveit en um aðra meðlimi er ekki vitað. Ekki er þó ólíklegt að Þórhallur Gauti Sigurðsson hafi verið einn þeirra Young sailors.

Band eight (1986)

Band eight (eða Band 8) var átta manna hljómsveit og innihélt meðlimi sem allir voru í 8. bekk í grunnskólanum á Siglufirði um miðjan níunda áratug 20. aldar. Nafn sveitarinnar hafði auk tölunnar 8, að geyma skírskotun til Band-aid tónleikanna sem haldnir voru 1985. Lítið er vitað um sveitina en hún hafði m.a. Að geyma…

Ecco [1] (fyrir 1970)

Á sjöunda áratugnum var bítlahljómsveit starfandi á Siglufirði undir nafninu Ecco. Heimildir eru fyrir því að Gestur Guðnason (Eik, Tatarar o.fl.) hafi verið í þessari sveit á yngri árum en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa hana.

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…

Frum [1] (1971-74)

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig…

Pakistan (1985-86)

Pönksveitin Pakistan starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, 1985 og 86. Meðlimir sveitarinnar voru Þórhallur Gauti Sigurðsson gítarleikari, Magnús Benónýsson bassleikari og Keli [?] trommuleikari.

Tríó Jakobs Lárussonar (1937)

Um Tríó Jakobs Lárussonar er lítið að finna, ein heimild segir sveitina hafa gengið undir nafninu Konkúrrantarnir en sveitin mun hafa starfað á Siglufirði 1937, væntanlega í tengslum við fjölskrúðugt mannlíf þar á síldarárunum. Tríóið skipaði Jakob Lárusson (sem að öllum líkindum lék á píanó), Kristján Þorkelsson saxófónleikara og Þórð Kristinsson, ekki er ljóst hvaða…