Tónatríó [2] (1957-60)

Tónatríó var starfrækt á Siglufirði fyrir og um 1960 en starfaði einvörðungu yfir sumartímann.

Sveitin var stofnuð vorið 1957 og voru meðlimir hennar Hlöður Freyr Bjarnason píanóleikari, Sverrir Sveinsson trommuleikari og Steingrímur Guðmundsson harmonikkuleikari. Þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nágrannasveitarfélögunum.

Tónatríóið starfaði aðeins á sumrin þar eð meðlimir þess voru ekki búsettir á Siglufirði yfir vetrartímann, flestir í námi.

Þegar fjórði meðlimur sveitarinnar, Steingrímur Lilliendahl gítarleikari bættist í hópinn  1960 breytti hún um nafn og tók upp nafnið Fjórir fjörugir.