Tónaútgáfan [útgáfufyrirtæki] (1967-84)
Útgáfufyrirtækið Tónaútgáfan var starfrækt norðan heiða vel á annan áratug og sumar af þekktustu og vinsælustu plötum íslenskrar tónlistarsögu komu út hjá fyrirtækinu. Það var Pálmi Stefánsson á Akureyri sem stofnaði Tónaútgáfuna haustið 1967 en hann hafði þá í um eitt ár starfrækt þar í bæ verslunina Tónabúðina sem m.a. hafði úrval hljómplatna í boði,…