Tónaútgáfan [útgáfufyrirtæki] (1967-84)

Útgáfufyrirtækið Tónaútgáfan var starfrækt norðan heiða vel á annan áratug og sumar af þekktustu og vinsælustu plötum íslenskrar tónlistarsögu komu út hjá fyrirtækinu. Það var Pálmi Stefánsson á Akureyri sem stofnaði Tónaútgáfuna haustið 1967 en hann hafði þá í um eitt ár starfrækt þar í bæ verslunina Tónabúðina sem m.a. hafði úrval hljómplatna í boði,…

Tóna systur – Efni á plötum

Jóhann Möller og Tóna systur [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfuár: IM 78 Ár: 1955 1. Þú ert mér kær 2. Pabbi vill mambó Flytjendur: Jóhann Möller – söngur hljómsveit Jan Morávek; – Jan Morávek – píanó – Pétur Urbancic – kontrabassi – José Riba – slagverk – Þorsteinn Eiríksson – trommur Tóna systur; –…

Tóna systur (1955-56)

Tóna systur var sönghópur sem settur var á laggirnar af hljómplötuútgáfunni Íslenzkum tónum og kom fram á vegum hennar í revíukabarett sem naut mikilla vinsælda í borginni og var síðan settur á svið á landsbyggðinni. Í fyrstu var um að ræða sextett og voru meðlimir hans Hulda Victorsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Þórdís Pétursdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Þórunn…

Tónakvartettinn frá Húsavík (1963-69)

Tónakvartettinn var söngkvartett starfandi á Húsavík á árunum 1963 til 1969, hann kom margsinnis fram opinberlega og eftir hann liggja nokkrar plötur. Kvartettinn tók til starfa vorið 1963 og birtist á ýmsum skemmtunum á heimaslóðum, það var þó ekki fyrr en 1966 sem hann hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika (á Húsavík) og þá fyrst hlaut…

Tóna kvartettinn (1957)

Allar tiltækar upplýsingar um Tóna kvartettinn óskast en sá ku hafa verið hljómsveit, líklega starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Engar heimildir er að finna um meðlimi sveitarinnar en söngvari að nafni Sigurður Már [?] söng með þeim á skemmtun haustið 1957.

Tónalín [annað] (1952)

Snemma á sjötta áratug síðustu aldar var gerð tilraun hér á landi til að smíða harmonikku, af fjöldaframleiðslu varð þó aldrei. Það var Jóhannes G. Jóhannesson harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðamaður sem átti hugmyndina af því að smíða harmonikku sem átti að vera á milli þess að vera hnappa- og píanóharmonikka en slíkt hefði þá verið nýjung.…

Tónakvartettinn frá Húsavík – Efni á plötum

Tónakvartettinn frá Húsavík [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 518 Ár: 1967 1. Rauðar rósir 2. Á kránni 3. Íslenzk þjóðlagasyrpa 4. Syndaflóðið 5. Napolí nætur 6. Capri Catarína Flytjendur: Tónakvartettinn: – Ingvar Þórarinsson – söngur – Stefán Þórarinsson – söngur – Eysteinn Sigurjónsson – söngur – Stefán Sörensen – söngur Björg Friðriksdóttir – píanó…

Tónatríó [2] (1957-60)

Tónatríó var starfrækt á Siglufirði fyrir og um 1960 en starfaði einvörðungu yfir sumartímann. Sveitin var stofnuð vorið 1957 og voru meðlimir hennar Hlöður Freyr Bjarnason píanóleikari, Sverrir Sveinsson trommuleikari og Steingrímur Guðmundsson harmonikkuleikari. Þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nágrannasveitarfélögunum. Tónatríóið starfaði aðeins á sumrin þar eð meðlimir þess voru ekki búsettir á…

Tónasystur [1] (1960)

Árið 1960 komu fimm húsmæður frá Sauðárkróki fram á Sæluviku þeirra Skagfirðinga undir nafninu Tónasystur og skemmtu þar með söng við harmonikkuundirleik. Hvergi finnast upplýsingar um nöfn þeirra en ef einhver lumaði á frekari upplýsingum má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Tónar og tal [annað] – Efni á plötum

Tónar og tal: Rauðhetta Útgefandi: Ingvar Helgason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1960 1. Rauðhetta Flytjendur: Lárus Pálsson – lestur [engar upplýsingar um flytjendur tónlistar]       Tónar og tal: Mjallhvít Útgefandi: Ingvar Helgason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1960 1. Mjallhvít Flytjendur: Lárus Pálsson – lestur [engar upplýsingar um flytjendur tónlistar]     Tónar og…

Tónar og tal [annað] (1960)

Strangt til tekið er ekki rétt að tala um safnplöturöð í þessu samhengi en Tónar og tal var í formi fjögurra platna og bóka sem gefin voru út haustið 1960, og innihéldu sígild ævintýri. Um var að ræða ævintýrin um Rauðhettu, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans og Grétu og Þyrnirós, annars vegar í bókaformi og…

Tónar [1] (1962-67)

Saga hljómsveitarinnar Tóna er ærið flókin og margbrotin enda koma þar við sögu breyttar áherslur í tónlistarstefnu í takt við tíðarandann, auk fjöldi meðlima en tíðar mannabreytingar í sveitinni voru með ólíkindum á ekki lengri tíma, um tuttugu manns komu þar við með einum eða öðrum hætti. Hljómsveitin var stofnuð í júní 1962 og var…

Tónamál [tímarit] (1970-98)

Tímaritið Tónamál kom út um árabil, reyndar óreglulega en alls komu út nítján tölublöð af blaðinu frá árinu 1970, síðasta tölublaðið kom að öllum líkindum út 1998. Það var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem stóð fyrir útgáfu tímaritsins en nafn þess (Tónamál) mun hafa komið frá Ólafi Gauki Þórhallssyni. Framan af (til ársins 1975) var…

Tónalísur (1962)

Tónalísur var söngtríó sem söng með Alfreð Clausen inn á eina plötu árið 1962 (endurútgefin og aukin efni tveim árum síðar). Þetta voru söngkonurnar Svala Nielsen, Ingibjörg Þorbergs og Sigríður Guðmundsdóttir en þær munu að öllum líkindum aldrei hafa komið fram undir þessu nafni.

Tónlistarbandalag Íslands [félagsskapur] (1985-92)

Vorið 1985 voru stofnuð eins konar regnhlífarsamtök fyrir íslenska tónlist, þ.e. þau félaga- og hagsmunasamtök sem snúa að íslensku tónlistarlífi. Milli þrjátíu og þrjátíu og fimm félög og samtök í geiranum komu að stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Tónlistarbandalag Íslands (TBÍ / T.B.Í.) og samtals voru meðlimir þeirra um ellefu þúsund talsins. Meðal stofn aðildafélaga…

Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag. Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem…

Tónkórinn á Hellissandi (1978-84)

Litlar upplýsingar er að hafa um Tónkórinn á Hellissandi en hann var starfræktur á árunum 1978-84 að minnsta kosti. Svo virðist sem hann hafi verið stofnaður í beinu framhaldi af því að Samkór Hellissands lagði upp laupana en Helga Gunnarsdóttir hafði stjórnað honum, og stjórnaði einnig Tónkórnum. Frekari upplýsingar óskast því um þennan kór.

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Tónika (1985)

Hljómsveitin Tónika var skammlíf sveit sem lék í Klúbbnum vorið og sumarið 1985. Meðlimir Tóniku voru Edda Borg söngkona og hljómborðsleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Haukur Vagnsson trommuleikari og Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari. Öll hafa þau komið við sögu í þekktum sveitum fyrr og síðar.

Tónhornið (1996-2003)

Tónhornið var hvort tveggja í senn, horn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholtinu og hljómsveit kennd við staðinn. Það mun hafa verið 1996 sem tónlistartengdar uppákomur voru fyrst settar upp í hinu svokallaða Tónhorni í Gerðubergi, það voru skemmtanir af ýmsu tagi hugsaðar fyrir eldri borgarana í hverfinu. Fljótlega varð þarna fastur kjarni hress tónlistarfólks í…

Tónatríóið [2] (1997)

Tónatríóið virðist hafa verið skammlíft band, starfandi 1997 og gæti allt eins hafa komið fram í aðeins eitt skipti. Meðlimir þess voru Magnús Einarsson söngvari og gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jakob Magnússon bassaleikari.

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…

Tónlistarblaðið [fjölmiðill] (1942-46 / 1956)

Mjög óljósar heimildir er að finna um tímaritið Tónlistarblaðið sem gefið var út á sínum tíma af FÍH eða Félagi íslenskra hljóðfæraleikara eins og það kallaðist þá. Tímaritið kom út á tveimur tímabilum, annars vegar í kringum heimsstyrjaldarárin síðari (á árunum 1942 til 46) en hins vegar í tveimur tölublöðum árið 1956. Hvorug útgáfan borgaði…

Afmælisbörn 25. janúar 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og sjö ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…