Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag.

Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem var svo stofnaður 1966.

Ekki liggur ljóst hversu lengi bandalagið starfaði eða hvort það var nokkru sinni lagt niður, þegar Kantötukórinn hætti störfum 1955 fækkaði um einn aðila í bandalaginu en á móti kom að bæjarstjórnin á Akureyri fékk fulltrúa í því 1971, frá og með 1977 fækkaði aftur í samtökunum þegar Tónlistarfélag Akureyrar hætti samstarfinu við Tónlistarbandalag Akureyrar.