Tólf á toppnum [safnplöturöð] – Efni á plötum

Tólf á toppnum nr. 1 – ýmsir [snælda] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 719 Ár: 1975 1. Hljómar – Bara við tvö 2. Elly Vilhjálms – Minningar 3. Einar Hólm – Eldar minninganna 4. BG & Ingibjörg – Þín innsta þrá 5. Þrjú á palli – Dirrindí 6. Sigurður Ólafsson – Dönsum og syngjum saman 7.…

Torture [1] (1990)

Lítið liggur fyrir um dauðarokksveitina Torture sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1990. Fróði Finnsson (Infusoria o.m.fl.) var einn meðlima og spilaði líklega á gítar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar. Þeir voru allir á unglingsaldri.

Tortíming [2] (1980-81)

Tortíming var nafn á nýbylgjusveit sem starfaði á Akureyri snemma á níunda áratug 20. aldar. Sveitin starfaði á annað ár (1980-81) og voru meðlimir hennar Albert Ragnarsson gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Árni Jóhannsson bassaleikari, Níels Ragnarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari.

Tómas Guðmundsson (1901-83)

Skáldið Tómas gegnir stærra hlutverki í íslenskri dægurlagatónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, fjölmargar plötur hafa verið gefnar út tileinkaðar honum en útgefin lög með ljóðum hans skipta sjálfsagt hundruðum enda hefur tónlistarfólk verið iðið við að semja lög við lagvæn ljóð hans. Tómas Guðmundsson fæddist í Grímsnesinu í ársbyrjun 1901, ólst þar upp…

Tólf á toppnum [safnplöturöð] (1975)

SG-hljómplötur gáfu út fjölda safnplatna en Tólf á toppnum var önnur af tveim seríum sem útgáfan sendi frá sér. Hin hét Stóra bílakassettan og kom út 1979 og 80, báðar komu seríurnar einungis út á snældum. Tólf á toppnum-serían hafði að geyma fjórar snældur sem komu út árið 1975. Efni á plötum

Tókíó (um 1975)

Unglingahljómsveitin Tókíó (Tókýó) starfaði um eða fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Pétur Jónasson var gítarleikari í sveitinni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, og óskast þær því sendar Glatkistunni.

Toy machine (1998-2001)

Toy machine frá Akureyri var um margt merkileg hljómsveit, hún var fyrst norðlenskra sveita til að eltast við meikdrauma erlendis og tilurð hennar átti stóran þátt í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var sett á laggirnar. Félagarnir sem mynduðu Toy machine höfðu verið saman í hljómsveitum um tveggja ára skeið og kallað sig Gimp þegar þeir…

Toxic (1964-67)

Hljómsveitin Toxic var ein fjölmargra bítlasveita sem spruttu fram á sjónarsviðið um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var á meðal þeirra vinsælustu en galt þess að gefa ekki út plötu enda flutti hún einungis tónlist eftir aðra. Toxic var stofnuð í Réttarholtsskóla og varð fljótlega mjög virk, það liðu ekki margir mánuðir…

Torture [2] (1994)

Húsvíska dauðarokksveitin Torture keppti í Músíktilraunum vorið 1994, svolítið eftir að dauðarokksenan hafði náð hámarki hér á landi. Sveitin komst ekki í úrslit en meðlimir hennar voru Arngrímur Arnarson gítarleikari, Snæbjörn Ragnarsson gítarleikari, Brynjúlfur Sigurðsson söngvari og bassasleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Kjarni sveitarinnar átti eftir að birtast fáeinum árum síðar í pönksveitinni Innvortis.

Tómas Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson – lesa úr eigin verkum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon CPMA 19 Ár: 1968 1. Gunnar Gunnarsson les úr Fjallkirkjunni; – Band 1 – Leikur að stráum  – Band 2- Leikur að stráum  – Band 3 – Skip heiðríkjunnar 2. Tómas Guðmundsson les úr ljóðum sínum; – Band 1 – Í…

Three amigos [1] (1990)

1990 var hljómsveit starfandi á Dalvík undir nafninu Three amigos. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Afmælisbörn 18. janúar 2018

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…