Tíví (1983)

Árið 1983 starfaði á höfuðborgarsvæðinu hljómsveitin Tíví í fáeina mánuði en meðlimir hennar komu úr ýmsum áttum. Það voru þau Einar Jónsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Bjarni [Sveinbjörnsson?] bassaleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og söngkona sem gekk undir nafninu Tircy, sem skipuðu Tíví. Sveitin var stofnuð um vorið og starfað eitthvað fram á haustið…

Tíu árum seinna (1990)

Hljómsveitin Tíu árum seinna var húshljómsveit á Hótel Örk 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Helgason trommuleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari, Sölvi Ragnarsson gítarleikari, Ingvar Pétursson píanóleikari og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Líklega var um skammlífa sveit að ræða.

Toffies (1982)

Allar upplýsingar um kvennasveitina Toffie úr Kópavoginum væru vel þegnar. Sveitin starfaði árið 1982 og hafði þá verið stofnuð upp úr þeirri vakningu sem varð til með tilkomu Grýlnanna. Toffies varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Tívolí – Efni á plötum

Tívolí – Danserína & Fallinn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1501 Ár: 1980 1. Danserína 2. Fallinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Tívolí / Þrumuvagninn – Rokk og ról; Þrumuvagninn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1507 Ár: 1981 1. Syngdu með 2. Meira meira 3. Stórborgarablús Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Brynjólfur…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Tjúttlingar (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um nýbylgjusveitina Tjúttlinga sem mun hafa starfað árið 1984 en meðal meðlima hennar voru Ella Magg (Elín Magnúsdóttir), Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson. Upplýsingar vantar um aðra Tjúttlinga ef einhverjir voru, og á hvaða hljóðfæri framangreindir spiluðu á. Frekari upplýsingar óskast þess vegna.

Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina…

Tjarnarkvartettinn – Efni á plötum

Tjarnarkvartettinn – Tjarnarkvartettinn Útgefandi: Friðrik Friðriksson Útgáfunúmer: FFCD 002 / FF002 Ár: 1994 1. Pavane 2. Come again 3. Can’t buy me love 4. Einu sinni á ágústkvöldi 5. Afmælisdiktur 6. Hún móðir mín 7. Hjá lygnri móðu 8. Vorvísa 9. Sofðu unga ástin mín 10. Enn syngur vornóttin 11. Vor í Vaglaskógi 12. Gömul…

Tjarnarkvartettinn (1989-2000)

Sönghópurinn Tjarnarkvartettinn starfaði í Svarfaðardalnum í ríflega áratug, gaf út fjórar plötur og var áberandi í norðlensku tónlistarlífi um árabil. Tiluð kvartettsins má rekja til brúðkaups Rósu Kristínar Baldursdóttur og Hjörleifs Hjartarsonar sumarið 1989 en þar sungu í veislunni systkini Hjörleifs, Kristján Eldjárn, Þórarinn og Sigrún Hjartarbörn auk Kristjönu Arngrímsdóttur eiginkonu Kristjáns, undir nafninu Tjarnarkvartettinn.…

TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…

Tolstoy (1989-91)

Fremur fáar heimildir er að finna um hljómsveitina Tolstoy (einnig ritað Tolstoj) sem starfaði um tveggja ára skeið á árunum 1989 til 1991 á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hrafn Valgarðsson söngvari, Haukur Ástvaldsson gítarleikari, Hörður Einarsson bassaleikari og Heiðar Ingi Svansson trommuleikari.

Tolli Morthens – Efni á plötum

Þorlákur Kristinsson – The boys from Chicago Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 15 Ár: 1983 1. Klakafjarðarblús 2. Kyrrlátt kvöld við fjörðinn 3. Vinnslustöðin 4. Chile 5. Verið velkomin inn 6. Óskalag sjómanna 7. Biðin 8. Góður afli 9. Kyrkingaról 10. Hér skeður aldrei neitt 11. Fúndermental gæi 12. The boys from Chicago 13. Nærfærnar hendur…

Tolli Morthens (1953-)

Myndlistamaðurinn Tolli Morthens (Þorlákur Kristinsson) er með þekktari listamönnum samtímans hérlendis en áður en myndlistin kom til sögunnar fyrir alvöru var hann þekktur baráttumaður fyrir réttindum farandverkamanna og notaði þá tónlist m.a. til að tjá skoðanir sínar, m.a. í félagi við bróður sinn, Bubba Morthens. Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens fæddist í Reykjavík 1953 og ólst…

Afmælisbörn 4. janúar 2018

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…