Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70.

Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina um svipað leyti og hún hlaut nýja nafnið.

Tjáning starfaði í fáeinar vikur undir því nafni en í janúar 1970 sameinaðist hún annarri sveit, Tárinu, og lék m.a.s. í nokkur skipti undir nafninu Tárið / Tjáning áður en hún hlaut nafnið Acropolis (og kallaðist reyndar Ítök í skamman tíma einnig).