Thule [2] – Efni á plötum

Asmodeus / Thule – „Fagrar heyrði ég raddir úr Niflungaheima, eigi get ég sofið fyrir söngvum þeim“ [split demo snælda] Útgefandi: Niðafjöll Útgáfunúmer: Niðafjöll 001 Ár: 1997 1. Asmodeus – Beneath the burning sky 2. Asmodeus – Satan‘s insignia 3. Asmodeus – Goat baphomet 4. Asmodeus – The darkened moonstruck night 5. Asmodeus – Sorcerer‘s…

SÍSL [félagsskapur] – Efni á plötum

Úrvalssveit sambands íslenskra skólalúðrasveita – Tónleikar SÍSL [snælda] Útgefandi: SÍSL Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1994 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Úrvalssveit Sambands íslenskra skólalúðrasveit – leikur undir stjórn Kjartans Óskarssonar

Topas (1970)

Hljómsveitin Topas skemmti á héraðsmótum framsóknarmanna sumarið 1970, sem haldin voru víða um land. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hvar eða hversu lengi hún starfaði.

Tony Cook (1954-)

Tony Cook starfaði við upptökur í hljóðverum á Íslandi í um áratug, frá 1975 og fram á miðjan níunda áratuginn, handbragð hans má heyra á hundruð platna sem komu út hér á landi á því tímabili. Bretinn Tony (Anthony Malcolm Cook) fæddist 1954 og bjó framan af í London. Hann hlaut litla tónlistarmenntun, lærði reyndar…

TONEKA (1984)

Söngsextettinn TONEKA var djasssöngsveit sem starfaði innan FÍH snemma árs 1984 og kom fram í eitt eða örfá skipti. Litlar heimildir er að finna um hópinn en söngvararnir gengu undir nöfnunum Þór, Habbí, Rúna, Sibbí, Debbí og Skarphéðinn. Nánari upplýsingar um nöfn sexmenninganna væru vel þegnar sem og um hvort framhald varð á samstarfinu.

Tommi rótari (1990-91)

Hljómsveitin Tommi rótari var starfrækt á Selfossi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og var skipuð liðsmönnum um tvítugt, sem flestir áttu eftir að láta að sér kveða síðar í íslenskri popptónlist. Sveitin mun hafa orðið til í kringum uppfærslu áhugafólks á Selfossi um leiklist og kom þá að söngleiknum Glórulausri æsku sem sett var…

Tommi og stikkpillurnar (?)

Þeir lesendur vefsíðunnar sem gætu lumað á upplýsingum um hljómsveitina Tomma og stikkpillurnar mættu gjarnan senda línu til Glatkistunnar um sveitina, meðlimi hennar, starfstíma, myndefni o.s.frv.

Tombstone (1992-93)

Hljómsveitin Tombstone var starfrækt á Akureyri í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Tombstone var líklega stofnuð 1992 og var nokkuð virk í tónlistarlífi Akureyringa veturinn 1992-93 en sveitin var rokksveit í þyngri kantinum. Þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993 voru meðlimir hennar Þormóður Aðalbjörnsson söngvari, Baldvin Ringsted gítarleikari, Jóhann [Jóhannes] Már Sigurðsson…

Tortíming [1] (1971-72)

Hljómsveit að nafni Tortíming starfaði árin 1971 og 72, um verslunamannahelgina 1971 tók sveitin þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í þriðja sæti (af fimm). Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…

Torfastaðabræður (?)

Þegar talað er um Torfastaðabræður í tengslum við harmonikkuböll fyrri tíma er átt við bræðurna frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð sem léku fyrir dansi frá unga aldri, ýmist einir sér eða tveir saman, sagan segir að þeir hafi jafnvel notað töskurnar undan nikkunum við trommuslátt. Hér er giskað á að þeir hafi verið virkastir á fimmta,…

Toppkorn [fjölmiðill] (1968-69)

Táningablaðið Toppkorn kom út í nokkur skipti veturinn 1968-69 og seldist grimmt. Í því var lögð áhersla á tónlist en blaðið hafði einnig að geyma skrif um önnur unglingatengd áhugamál. Þrátt fyrir vandaðaðr greinar og viðtöl, og góða sölu til að byrja með, komu einungis út um fjögur tölublöð af Toppkorni en ástæðan mun hafa…

Afmælisbörn 11. janúar 2018

Tvö afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo fáeinar…