Torfastaðabræður (?)

Torfastaðabræður – Ingimar, Þorvaldur og Hreggviður

Þegar talað er um Torfastaðabræður í tengslum við harmonikkuböll fyrri tíma er átt við bræðurna frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð sem léku fyrir dansi frá unga aldri, ýmist einir sér eða tveir saman, sagan segir að þeir hafi jafnvel notað töskurnar undan nikkunum við trommuslátt. Hér er giskað á að þeir hafi verið virkastir á fimmta, sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Bræðurnir voru sex talsins en líklega voru þrír þeirra sem léku á nikkur, Ingimar (1922-93), Hreggviður Muninn (1941-2011) og Þorvaldur (1931-) Jónssynir. Þorvaldur starfrækti hljómsveitir um tíma og hefur einnig gefið út fjölda platna með frumsömdu efni, Hreggviður lék einnig með harmonikkuhljómsveitum og lék inn á plötur, báðir voru þeir virkir í harmonikkufélögum, en ekki liggur fyrir hvort Ingimar hafi leikið með sveitum á sínum tíma.