Toppkorn [fjölmiðill] (1968-69)

Forsíða Toppkorns

Táningablaðið Toppkorn kom út í nokkur skipti veturinn 1968-69 og seldist grimmt. Í því var lögð áhersla á tónlist en blaðið hafði einnig að geyma skrif um önnur unglingatengd áhugamál.

Þrátt fyrir vandaðaðr greinar og viðtöl, og góða sölu til að byrja með, komu einungis út um fjögur tölublöð af Toppkorni en ástæðan mun hafa verið sú að nokkur önnur slík blöð komu út um sama leyti og því hafi lögmálið um framboð og eftirspurn ráðið miklu um útgáfu blaðsins.

Þórarinn Jón Magnússon var ritstjóri blaðsins en hann var þá aðeins sextán ára gamall, Ottó K. Ólafsson kom einnig að útgáfu þess. Þórarinn átti síðar eftir að láta að sér kveða með tímaritið Samúel.