Afmælisbörn 31. desember 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er fimmtíu og níu ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið sinnt tónlistinni síðustu…

Blúsboltarnir á Akranesi

Hljómsveitin Blúsboltarnir kveðja árið á Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld, 30. desember klukkan 22:00. Húsið opnar klukkan 21:00 og er miðaverðið kr. 3000, ekki er tekið við kortum. Blúsboltana skipa þeir Halldór Bragason söngvari og gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari og Gunnar Ringsted söngvari og…

Afmælisbörn 30. desember 2017

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2017

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru tvö talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og þriggja ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Tígris sextettinn (1959)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tígris sextettinn en hann starfaði haustið 1959, hugsanlega lengur. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en ýmsir lausráðnir söngvarar spreyttu sig með henni, Þór Nielsen, Harald G. Haralds, Sigríður Kristófersdóttir og Jóna Kristófersdóttir. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Títus [2] (1995)

Hljómsveitin Títus starfaði í Keflavík 1995 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess að komast þó í úrslit. Títus lék eins konar gleðipopp og voru meðlimir sveitarinnar Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir söngkona, Bergþór Haukdal Jónasson gítarleikari, Vilhelm Ólafsson trommuleikari og Styrmir Barkarson hljómborðsleikari.

Títus [1] (1990-91)

Hljómsveitin Títus var starfrækt í Árbænum á árunum 1990 og 91 og var skipuð ungum tónlistarmönnum úr Árbæjarskóla. Meðlimir Títusar voru í upphafi þeir Daníel Þorsteinsson trommuleikari og Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari en fljótlega bættust í hópinn þeir Freyr Friðriksson söngvari og Eggert Gíslason bassaleikari. Sveitin fór mikinn í Árbænum og gerðu þar garðinn frægan…

Tímarit Tónlistarfélagsins [fjölmiðill] (1938-41)

Á árunum 1938 til 41 gaf Tónlistarfélagið í Reykjavík út Tímarit Tónlistarfélagsins. Tímaritið fjallaði almennt um tónlist og var fræðsla mest áberandi efni þess. Fyrsta tölublaðið kom út í febrúar 1938 og er ekki tilgreint þar hver ritstjóri blaðsins var en Kristján Sigurðsson var titlaður ritstjóri þeirra tölublaða sem síðar komu út. Alls komu komu…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar…

Tíbrá [1] – Efni á plötum

Tíbrá [1] – Í svart-hvítu Útgefandi: Dolbít Útgáfunúmer: Dolbít 001 Ár: 1982 1. Peningar 2. Aftur 3. Þú ert mitt líf 4. Joe 5. Gimme that old feeling 6. Put on your make-up Flytjendur: Eðvarð Lárusson – gítar og raddir Eiríkur Guðmundsson – slagverk Finnur Jóhannsson – söngur og slagverk Flosi Einarsson – hljómborð og…

Tíbrá [1] (1975-87)

Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi náði nokkrum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og gaf þá út þrjár skífur með alls fjórtán lögum, færri vissu þó að sveitin hafði þá verið starfandi allt frá miðjum áratugnum á undan en alls starfaði sveitin í um þrettán ár. Tíbrá var stofnuð veturinn 1974-75 á Akranesi og voru meðlimir…

Tígulkvartettinn [2] (2012-13)

Strengjakvartettinn Tígulkvartetttinn starfaði á Akureyri veturinn 2012-13 og kom fram í fáein skipti áður en hann lagði upp laupana. Það voru þau Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Zsuzsanna Bitay fiðluleikari og Pawel Kolosowski lágfiðluleikari sem skipuðu hópinn en þau voru öll starfandi á Akureyri og nærsveitum.

Tígulkvartettinn [1] – Efni á plötum

Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 10 Ár: 1952 1. Bílavísur 2. Réttarsamba Flytjendur: Soffía Karlsdóttir – söngur Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur Kvintett Jan Morávek: – Eyþór Þorláksson – gítar – Árni…

Tígulkvartettinn [1] (1952-54)

Söngkvartettinn Tígulkvartettinn starfaði á fyrri hluta sjötta áratugarins og gaf þá út nokkrar plötur. Meðlimir kvartettsins voru Guðmundur H. Jónsson, Hákon Oddgeirsson, Brynjólfur Ingólfsson og Gísli Símonarson, en Jan Morávek stjórnaði honum. Það var fyrst árið 1952 sem Tígulkvartettinn lét að sér kveða en þá kom út tveggja laga splitplata með kvartettnum og Soffíu Karlsdóttur,…

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Tíglar [3] (1966)

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur. Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði…

Tígultvistur (1987)

Hljómsveit að nafni Tígultvistur starfaði sumarið 1987 og var að öllum líkindum skammlíf rokksveit skipuð fremur ungum meðlimum. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 28. desember 2017

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 26. desember 2017

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 24. desember 2017

Aðfangadagur jóla hefur að geyma tvö tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…

Afmælisbörn 23. desember 2017

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er skráð hjá Glatkistunni á Þorláksmessu: Árni Björnsson tónskáld (f. 1905) hefði átt afmæli þennan dag en hann lést 1995. Árni var úr Kelduhverfinu, fékk snemma áhuga á orgelleik, kórstjórnun og tónsmíðum, og svo fór að hann fór til náms, fyrst innanlands og síðan utan, og lét draum sinn rætast. Þegar hann…

Afmælisbörn 22. desember 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2017

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er fimmtíu og níu ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á…

Tilviljun [2] (um 1980?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Tilviljun sem Ragnhildur Gísladóttir á að hafa starfað með á sínum tíma. Allt tiltækt óskast því sent Glatkistunni um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Tilviljun [1] (1983)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina (hugsanlega dúettinn) Tilviljun óskast sendar Glatkistunni. Tilviljun starfaði á Ísafirði og að öllum líkindum var Sigurjón Kjartansson (Ham o.fl.) í henni, einnig hefur Pétur Geir Óskarsson verið nefndur í þessu samhengi en sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (Dauðar og lifandi) sem kom út 1983.

Tipp topp (um 1980)

Hér er auglýst eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa starfað í Kópavogi um eða eftir 1980 og hét Tipp topp (jafnvel Tip top / Tipptopp / Tiptop). Fyrir liggur að Kristinn Jón Guðmundsson hafi hugsanlega verið einn meðlima hennar en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Tinni og Pikkarónarnir (um 1990)

Hljómsveit mun hafa borið nafnið Tinni og Pikkarónarnir en það er bein skírskotun í titil síðustu Tinnabókarinnar sem Fjölvi gaf út á sínum tíma við miklar vinsældir. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en Sveinn H. Guðmarsson (síðar fjölmiðlamaður) mun hafa verið í henni á unglingsaldri svo líklegast hefur hún verið starfandi í…

Tinna (1996)

Engar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Tinna og starfaði að öllum líkindum á norðan- eða norðaustanverðu landinu en hún lék á dansleik tengdum afmælishátíð á Þórshöfn sumarið 1996. Sveitin gæti því allt eins verið frá Þórshöfn. Allar upplýsingar um þessa sveit væru því vel þegnar.

Tin [1] (1995)

Hljómsveitin Tin var rokksveit sem var nokkuð áberandi á öldurhúsum höfuðborgarinnar sumarið 1995. Sveitin var skammlíf og starfaði aðeins í fáeina mánuði. Meðlimir Tins voru Jóna De Groot söngkona, Guðlaugur Falk gítarleikari, Jón Guðjónsson bassaleikari, Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari og Brynhildur Jónsdóttir sem söng bakraddir. Sigurður Reynisson tók við trommusettinu síðsumar. Þau komu öll úr rokkgeiranum…

Timburmenn [1] (1991)

Unglingahljómsveitin Timburmenn úr Kópavoginum starfaði árið 1991 og lék þá um verslunarmannahelgina á bindindismóti í Galtalæk. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Titanic [1] (1981-82)

Á árunum 1981 og 82 (að minnsta kosti) starfaði unglingahljómsveit undir nafninu Titanic í Vestmannaeyjum, hún var nokkuð öflug í spilamennskunni í eyjunni og þar lék á fjölmörgum böllum. Meðlimir sveitarinnar voru Grímur Þór Gíslason trommuleikari (síðar þekktur sem Grímur kokkur), Óðinn Hilmisson bassaleikari, Guðjón Ólafsson gítarleikari, Helga Björk Óskarsdóttir söngkona, Arnar [Óskarsson eða Jónsson]…

Tíbía (1982)

Hljómsveitin Tíbía starfaði í Héraðsskólanum í Reykholti part úr vetrinum 1981-82. Sveitin sem hafði verið stofnuð um haustið gekk fyrst undir nöfnunum Camelía 2000 og JÓGÓHÓ og HETOÞÓ en hafði gengið í gegnum mannabreytingar þegar hún hlaut nafnið Tíbía í febrúar. Meðlimir sveitarinnar voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Hermann Helgi Traustason trommuleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson…

Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Tíbet (1985)

Hljómsveit ættuð frá Sauðárkróki var starfandi árið 1985 undir nafninu Tíbet en það ár lék sveitin á Sæluvikuhátíðinni sem kennd er við staðinn. Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Tíbet, fyrir liggur að Kristján Baldvinsson var trommuleikari sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Titanic [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um tríóið Titanic sem starfaði árið 2004, mögulega meðlimi þess, starfstíma o.s.frv. Fyrir liggur að Jón Rafnsson hefur verið í sveit með þessu nafni en hvort um er að ræða þessa sveit eða ekki aðra er ekki kunnugt.

Afmælisbörn 20. desember 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og þriggja gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann verið…

Afmælisbörn 19. desember 2017

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og fimm ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Afmælisbörn 16. desember 2017

Í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.

Afmælisbörn 15. desember 2017

Í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og fjögurra ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…

Afmælisbörn 14. desember 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og sex ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…

Tilfelli (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari [?], Gunnar Tryggvason gítarleikari [?], Sævar Benediktsson bassaleikari [?], Júlíus Fossberg trommuleikari [?] og Stefán Baldvinsson [?]. Ekki er kunnugt…

Tilburi – Efni á plötum

Tilburi – Rough life [ep] Útgefandi: Veraldarkeröld Útgáfunúmer: V.K. 4 Ár: 1994 1. Rough life 2. Looking for me!?? 3. Kravitz Flytjendur: Þorlákur [?] – söngur Jónas [Hlíðar Vilhelmsson?] – trommur A [?] – gítar Magnús Axelsson – bassi

Tilburi (1992-94 / 2004-07)

Starfstímabil hljómsveitarinnar Tilbura eru tvö, annars vegar starfaði sveitin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og hins vegar nokkru eftir aldamótin. Tilburi var líklega stofnuð haustið 1992 en sveitin fór að koma fram opinberlega og vekja nokkra athygli fyrir rokk sitt vorið 1993. Um það leyti komu út þrjú lög með sveitinni á safnsnældunni…

Tilbrigði (1983)

Hljómsveitin Tilbrigði var einhvers konar rokk- eða pönksveit starfandi á Ísafirði í kringum 1983. Forsprakki sveitarinnar var Sigurjón Kjartansson (síðar kenndur við Ham og fleiri sveitir) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar. Tilbrigði átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi), sem Sigurjón var reyndar einnig útgefandi af.

Tiktúra (1971)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tiktúru sem starfandi var vorið 1971 en sveitin lék þá á frægri útihátíð sem haldin var við Saltvík á Kjalarnesi. Allar tiltækar um þessa hljómsveit væru vel þegnar.

Thunderlove (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir þessu nafni á höfuðborgarsvæðinu en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar eða líftíma. Líklega er ekki um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Thunder love nokkrum árum áður.

Thunder love (1994)

Thunder love var hliðarverkefni hljómsveitarinnar Tjalz Gissur sem lent hafði í öðru sæti Músíktilrauna 1993. Vorið 1994 tók sveitin þátt aftur í Músíktilraunum undir Thunder love nafninu en í þetta skiptið var um að ræða eins konar grín hjá sveitinni en þeir léku það sem skilgreint var sem LA-rokk. Þeir félagar náðu alla leið í…

Thundergun (1999-2001)

Hljómsveitin Thundergun starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum síðustu aldamót. Sveitin spilaði rokk í þyngri kantinum og voru meðlimir hennar Andri Freyr Viðarsson gítarleikari (Fídel, Botnleðja o.fl.), Björn Stefánsson trommuleikari (Mínus o.m.fl.) Alli [Aðalsteinn Möller?] bassaleikari og Kolli [Kolbeinn Hugi Höskuldsson?] gítarleikari, einnig gæti bróðir Andra, Birkir Fjalar Viðarsson, hafa verið í Thundergun. Thundergun starfaði líklega…

3TO1 (1995-96)

3TO1  (Three to one / 3TOONE) var upphaflega tríó sem starfaði sumarið 1995, líklegast fyrst í kringum tónlistarhátíðina UXA sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur þá um verslunarmannahelgina. Sveitina skipuðu þá Egill Ólafsson söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari þeir félagar fluttu eins konar rafdjass með þjóðlagaívafi. 3TO1 starfaði áfram um veturinn og um…