Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar.

Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um Tígla.

Hljómsveitin kom aftur saman á Vopnafirði árið 2005.