Theódór Árnason (1889-1952)

Theódór Árnason var framan af þekktastur fyrir fiðlufærni sína en síðar vann hann fórnfúst starf sem kórstjórnandi og söngkennari í byggðum sem fram að því höfðu ekki haft kórsönghefð. Theódór fæddist 1889 á Akureyri en ólst að mestu upp á Seyðisfirði þar sem hann kynntist tónlistinni fyrst, þar var hann m.a. í fiðlukvartett á unglingsárunum…

Thule 2,5% (1972)

Upplýsingar um hljómsveitina Thule 2,5% óskast sendar Glatkistunni en hún var starfandi á Eiðum 1972, að öllum líkindum við Alþýðuskólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari, Steinar Björgvinsson trommuleikari og Þorvarður Bessi Einarsson gítarleikari.

Thule [2] (1995-98)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um svartmálmssveit að nafni Thule, sem mun hafa verið starfandi á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, líkast til á árunum 1995-98. Fyrir liggur að Einar Thorberg Guðmundsson (Eldur) var í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi vantar. Thule gaf út splitsnældu ásamt Asmodeus 1997, en á þeirri…

Thule [1] (1969)

Thule var skammlíf hljómsveit, starfandi í nokkra mánuði árið 1969 í Réttarholtsskóla. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og óskast þær því sendar Glatkistunni.  

Three monkeys (1995)

Tríóið Three monkeys starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1995 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Pálmi Gunnarsson harmonikkuleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari og Emil Hreiðar Björnsson gítarleikari. Three monkeys komust ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Thorlacius (1987)

Hljómsveitin Thorlacius (Thorlasíus) starfaði á Norðfirði og keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún mun hafa starfað síðar undir nafninu Hálfur undir sæng, og verið nokkuð öflug þar eystra. Fyrir liggur að Guðni Finnsson bassaleikari (Dr. Spock, Ensími o.m.fl.) var í…

Thorbjörn Egner – Efni á plötum

Kardemommubærinn: sýning Þjóðleikhússins – úr leikriti Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 71 Ár: 1960 1. Forleikur 2. Bastían bæjarfógeti 3. Kardemommusöngurinn 4. Heyrið lagið hljóma 5. Vísa Sörensen rakara 6. Vísa Soffíu frænku 7. Kardemommulagið 8. Hvar er húfan mín 9. Við læðumst hægt 10. Ja, fussum svei 11. Við halda skulum heim á…

Thorbjörn Egner (1912-90)

Allir þekkja hinn norska Thorbjörn Egner og verk hans en þau hafa komið út um heim allan, m.a. hér á Íslandi. Honum var margt til lista lagt en auk þess að vera rithöfundur var hann liðtækur tónlistar- og myndlistamaður. Egner fæddist í Oslo 1912 og hæfileikar hans á listasviðinu komu snemma í ljós, hann lauk…

Theódór Einarsson – Efni á plötum

Kata rokkar – ýmsir Útgefandi: Kata rokkar Útgáfunúmer: KAT05 Ár: 2005 1 . Angelía 2. Berst til mín vorið 3. Báruhúsið 4. Blómið 5. Gleym mér ey 6. Á hörpunnar óma 7. Kata rokkar 8. Við gluggann 9. Hvítir svanir 10. Tvö sofandi born 11. Bréfið 12. Vinarkveðja Flytjendur: Andrea Gylfadóttir – söngur Anna Halldórsdóttir…

Theódór Einarsson (1908-99)

Laga- og textahöfundurinn Theódór Einarsson er mörgum kunnur fyrir lög sín en margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa flutt þau í gegnum tíðina. Theódór Frímann Einarsson fæddist í Leirársveitinni 1908 og var kominn á fullorðins ár þegar hann flutti inn á Akranes þar sem hann síðan bjó til æviloka, starfaði framan af við verkamannastörf en…

Thor’s hammer – Efni á plötum

Thor’s hammer – Memory / Once [ep] Útgefandi: Fálkinn Parlophone Útgáfunúmer: Odeon DP 565 Ár: 1966 1. A memory 2. Once Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Thor‘s hammer – If you knew / Love enough [ep] Útgefandi: Fálkinn Parlophone Útgáfunúmer: DP 567 Ár: 1966 1. If you knew 2. Love enough Flytjendur: Gunnar…

Thor’s hammer (1965-68)

Hljómsveitin Hljómar, ein vinsælasta hljómsveit allra tíma á Íslandi og sú allra vinsælasta á tímum bítla og hippa, reyndi fyrir sér í útlöndum undir meiknafninu Thor‘s hammer, hafði ekki erindi sem erfiði og sneri aftur á heimaslóðir reynslunni ríkari. Sveitin gaf þó út nokkrar smáskífur undir því nafni og hefur á síðustu árum öðlast þá…

Thule records [útgáfufyrirtæki] (1995-)

Thule records, einnig nefnt Thule musik, er útgáfufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í jaðartónlist af ýmsu tagi. Thule records var stofnuð 1995 en stofnandi þess og eigandi er Þórhallur Skúlason, sem fengist hefur við raftónlist um árabil. TMT entertainment er undirútgáfa Thule. Útgáfan hefur fyrst og fremst verið vettvangur fyrir ýmsa raftónlist, ambient- techno- og…

Afmælisbörn 6. desember 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og sjö ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra…