Tilfelli (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari [?], Gunnar Tryggvason gítarleikari [?], Sævar Benediktsson bassaleikari [?], Júlíus Fossberg trommuleikari [?] og Stefán Baldvinsson [?]. Ekki er kunnugt…

Tilburi – Efni á plötum

Tilburi – Rough life [ep] Útgefandi: Veraldarkeröld Útgáfunúmer: V.K. 4 Ár: 1994 1. Rough life 2. Looking for me!?? 3. Kravitz Flytjendur: Þorlákur [?] – söngur Jónas [Hlíðar Vilhelmsson?] – trommur A [?] – gítar Magnús Axelsson – bassi

Tilburi (1992-94 / 2004-07)

Starfstímabil hljómsveitarinnar Tilbura eru tvö, annars vegar starfaði sveitin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og hins vegar nokkru eftir aldamótin. Tilburi var líklega stofnuð haustið 1992 en sveitin fór að koma fram opinberlega og vekja nokkra athygli fyrir rokk sitt vorið 1993. Um það leyti komu út þrjú lög með sveitinni á safnsnældunni…

Tilbrigði (1983)

Hljómsveitin Tilbrigði var einhvers konar rokk- eða pönksveit starfandi á Ísafirði í kringum 1983. Forsprakki sveitarinnar var Sigurjón Kjartansson (síðar kenndur við Ham og fleiri sveitir) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar. Tilbrigði átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi), sem Sigurjón var reyndar einnig útgefandi af.

Tiktúra (1971)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tiktúru sem starfandi var vorið 1971 en sveitin lék þá á frægri útihátíð sem haldin var við Saltvík á Kjalarnesi. Allar tiltækar um þessa hljómsveit væru vel þegnar.

Thunderlove (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir þessu nafni á höfuðborgarsvæðinu en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar eða líftíma. Líklega er ekki um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Thunder love nokkrum árum áður.

Thunder love (1994)

Thunder love var hliðarverkefni hljómsveitarinnar Tjalz Gissur sem lent hafði í öðru sæti Músíktilrauna 1993. Vorið 1994 tók sveitin þátt aftur í Músíktilraunum undir Thunder love nafninu en í þetta skiptið var um að ræða eins konar grín hjá sveitinni en þeir léku það sem skilgreint var sem LA-rokk. Þeir félagar náðu alla leið í…

Thundergun (1999-2001)

Hljómsveitin Thundergun starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum síðustu aldamót. Sveitin spilaði rokk í þyngri kantinum og voru meðlimir hennar Andri Freyr Viðarsson gítarleikari (Fídel, Botnleðja o.fl.), Björn Stefánsson trommuleikari (Mínus o.m.fl.) Alli [Aðalsteinn Möller?] bassaleikari og Kolli [Kolbeinn Hugi Höskuldsson?] gítarleikari, einnig gæti bróðir Andra, Birkir Fjalar Viðarsson, hafa verið í Thundergun. Thundergun starfaði líklega…

3TO1 (1995-96)

3TO1  (Three to one / 3TOONE) var upphaflega tríó sem starfaði sumarið 1995, líklegast fyrst í kringum tónlistarhátíðina UXA sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur þá um verslunarmannahelgina. Sveitina skipuðu þá Egill Ólafsson söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari þeir félagar fluttu eins konar rafdjass með þjóðlagaívafi. 3TO1 starfaði áfram um veturinn og um…

Tilvera – Efni á plötum

Tilvera – Ferðin / Kalli sæti [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1705 Ár: 1970 1. Ferðin 2. Kalli sæti Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Tilvera – Lífið / Hell road [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1727 Ár: 1971 1. Lífið 2. Hell road Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Axel Einarsson og…

Tilvera (1969-72)

Tilvera var hljómsveit sem hafði alla burði til að verða meðal þeirra vinsælustu hér á landi upp úr 1970 en tíðar mannabreytingar og los á mannskap samhliða óvissu um strauma og stefnur varð sveitinni að lokum að falli, þrátt fyrir tilraunir forsprakkans, Axels Einarssonar til að halda bandinu saman. Upphaf Tilveru má rekja beint til…

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Afmælisbörn 13. desember 2017

Í dag eru tveir tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og þriggja ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…