Thunder love (1994)

Thunder love var hliðarverkefni hljómsveitarinnar Tjalz Gissur sem lent hafði í öðru sæti Músíktilrauna 1993. Vorið 1994 tók sveitin þátt aftur í Músíktilraunum undir Thunder love nafninu en í þetta skiptið var um að ræða eins konar grín hjá sveitinni en þeir léku það sem skilgreint var sem LA-rokk.

Þeir félagar náðu alla leið í úrslit keppninnar og var Egill Tómasson bassaleikari sveitarinnar kjörinn besti bassaleikari Músíktilrauna það árið. Aðrir meðlimir Thunder love voru Guðlaugur Júníusson trymbill, Einar Þór Kjartansson gítarleikari, Kristinn Júníusson gítarleikari og Júlíus Johnsen söngvari.

Sveitin tók aftur upp Tjalz Gissur nafnið eftir keppnina og starfaði undir því í nokkurn tíma áfram.

Árið 2001 var starfandi hljómsveit undir nafninu Thunderlove en þar er líklega um aðra sveit að ræða.