Tilviljun [2] (um 1980?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Tilviljun sem Ragnhildur Gísladóttir á að hafa starfað með á sínum tíma. Allt tiltækt óskast því sent Glatkistunni um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Tilviljun [1] (1983)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina (hugsanlega dúettinn) Tilviljun óskast sendar Glatkistunni. Tilviljun starfaði á Ísafirði og að öllum líkindum var Sigurjón Kjartansson (Ham o.fl.) í henni, einnig hefur Pétur Geir Óskarsson verið nefndur í þessu samhengi en sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (Dauðar og lifandi) sem kom út 1983.

Tipp topp (um 1980)

Hér er auglýst eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa starfað í Kópavogi um eða eftir 1980 og hét Tipp topp (jafnvel Tip top / Tipptopp / Tiptop). Fyrir liggur að Kristinn Jón Guðmundsson hafi hugsanlega verið einn meðlima hennar en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Tinni og Pikkarónarnir (um 1990)

Hljómsveit mun hafa borið nafnið Tinni og Pikkarónarnir en það er bein skírskotun í titil síðustu Tinnabókarinnar sem Fjölvi gaf út á sínum tíma við miklar vinsældir. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en Sveinn H. Guðmarsson (síðar fjölmiðlamaður) mun hafa verið í henni á unglingsaldri svo líklegast hefur hún verið starfandi í…

Tinna (1996)

Engar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Tinna og starfaði að öllum líkindum á norðan- eða norðaustanverðu landinu en hún lék á dansleik tengdum afmælishátíð á Þórshöfn sumarið 1996. Sveitin gæti því allt eins verið frá Þórshöfn. Allar upplýsingar um þessa sveit væru því vel þegnar.

Tin [1] (1995)

Hljómsveitin Tin var rokksveit sem var nokkuð áberandi á öldurhúsum höfuðborgarinnar sumarið 1995. Sveitin var skammlíf og starfaði aðeins í fáeina mánuði. Meðlimir Tins voru Jóna De Groot söngkona, Guðlaugur Falk gítarleikari, Jón Guðjónsson bassaleikari, Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari og Brynhildur Jónsdóttir sem söng bakraddir. Sigurður Reynisson tók við trommusettinu síðsumar. Þau komu öll úr rokkgeiranum…

Timburmenn [1] (1991)

Unglingahljómsveitin Timburmenn úr Kópavoginum starfaði árið 1991 og lék þá um verslunarmannahelgina á bindindismóti í Galtalæk. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Titanic [1] (1981-82)

Á árunum 1981 og 82 (að minnsta kosti) starfaði unglingahljómsveit undir nafninu Titanic í Vestmannaeyjum, hún var nokkuð öflug í spilamennskunni í eyjunni og þar lék á fjölmörgum böllum. Meðlimir sveitarinnar voru Grímur Þór Gíslason trommuleikari (síðar þekktur sem Grímur kokkur), Óðinn Hilmisson bassaleikari, Guðjón Ólafsson gítarleikari, Helga Björk Óskarsdóttir söngkona, Arnar [Óskarsson eða Jónsson]…

Tíbía (1982)

Hljómsveitin Tíbía starfaði í Héraðsskólanum í Reykholti part úr vetrinum 1981-82. Sveitin sem hafði verið stofnuð um haustið gekk fyrst undir nöfnunum Camelía 2000 og JÓGÓHÓ og HETOÞÓ en hafði gengið í gegnum mannabreytingar þegar hún hlaut nafnið Tíbía í febrúar. Meðlimir sveitarinnar voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Hermann Helgi Traustason trommuleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson…

Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Tíbet (1985)

Hljómsveit ættuð frá Sauðárkróki var starfandi árið 1985 undir nafninu Tíbet en það ár lék sveitin á Sæluvikuhátíðinni sem kennd er við staðinn. Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Tíbet, fyrir liggur að Kristján Baldvinsson var trommuleikari sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Titanic [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um tríóið Titanic sem starfaði árið 2004, mögulega meðlimi þess, starfstíma o.s.frv. Fyrir liggur að Jón Rafnsson hefur verið í sveit með þessu nafni en hvort um er að ræða þessa sveit eða ekki aðra er ekki kunnugt.

Afmælisbörn 20. desember 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og þriggja gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann verið…