Tíbía (1982)

Tíbía

Hljómsveitin Tíbía starfaði í Héraðsskólanum í Reykholti part úr vetrinum 1981-82.

Sveitin sem hafði verið stofnuð um haustið gekk fyrst undir nöfnunum Camelía 2000 og JÓGÓHÓ og HETOÞÓ en hafði gengið í gegnum mannabreytingar þegar hún hlaut nafnið Tíbía í febrúar.

Meðlimir sveitarinnar voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Hermann Helgi Traustason trommuleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson söngvari og Þórarinn Steingrímsson gítarleikari.

Undir þessu nafni starfaði sveitin til vors þegar skóla lauk.