Tígris sextettinn (1959)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tígris sextettinn en hann starfaði haustið 1959, hugsanlega lengur. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en ýmsir lausráðnir söngvarar spreyttu sig með henni, Þór Nielsen, Harald G. Haralds, Sigríður Kristófersdóttir og Jóna Kristófersdóttir. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Títus [2] (1995)

Hljómsveitin Títus starfaði í Keflavík 1995 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess að komast þó í úrslit. Títus lék eins konar gleðipopp og voru meðlimir sveitarinnar Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir söngkona, Bergþór Haukdal Jónasson gítarleikari, Vilhelm Ólafsson trommuleikari og Styrmir Barkarson hljómborðsleikari.

Títus [1] (1990-91)

Hljómsveitin Títus var starfrækt í Árbænum á árunum 1990 og 91 og var skipuð ungum tónlistarmönnum úr Árbæjarskóla. Meðlimir Títusar voru í upphafi þeir Daníel Þorsteinsson trommuleikari og Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari en fljótlega bættust í hópinn þeir Freyr Friðriksson söngvari og Eggert Gíslason bassaleikari. Sveitin fór mikinn í Árbænum og gerðu þar garðinn frægan…

Tímarit Tónlistarfélagsins [fjölmiðill] (1938-41)

Á árunum 1938 til 41 gaf Tónlistarfélagið í Reykjavík út Tímarit Tónlistarfélagsins. Tímaritið fjallaði almennt um tónlist og var fræðsla mest áberandi efni þess. Fyrsta tölublaðið kom út í febrúar 1938 og er ekki tilgreint þar hver ritstjóri blaðsins var en Kristján Sigurðsson var titlaður ritstjóri þeirra tölublaða sem síðar komu út. Alls komu komu…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar…

Tíbrá [1] – Efni á plötum

Tíbrá [1] – Í svart-hvítu Útgefandi: Dolbít Útgáfunúmer: Dolbít 001 Ár: 1982 1. Peningar 2. Aftur 3. Þú ert mitt líf 4. Joe 5. Gimme that old feeling 6. Put on your make-up Flytjendur: Eðvarð Lárusson – gítar og raddir Eiríkur Guðmundsson – slagverk Finnur Jóhannsson – söngur og slagverk Flosi Einarsson – hljómborð og…

Tíbrá [1] (1975-87)

Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi náði nokkrum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og gaf þá út þrjár skífur með alls fjórtán lögum, færri vissu þó að sveitin hafði þá verið starfandi allt frá miðjum áratugnum á undan en alls starfaði sveitin í um þrettán ár. Tíbrá var stofnuð veturinn 1974-75 á Akranesi og voru meðlimir…

Tígulkvartettinn [2] (2012-13)

Strengjakvartettinn Tígulkvartetttinn starfaði á Akureyri veturinn 2012-13 og kom fram í fáein skipti áður en hann lagði upp laupana. Það voru þau Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Zsuzsanna Bitay fiðluleikari og Pawel Kolosowski lágfiðluleikari sem skipuðu hópinn en þau voru öll starfandi á Akureyri og nærsveitum.

Tígulkvartettinn [1] – Efni á plötum

Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 10 Ár: 1952 1. Bílavísur 2. Réttarsamba Flytjendur: Soffía Karlsdóttir – söngur Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur Kvintett Jan Morávek: – Eyþór Þorláksson – gítar – Árni…

Tígulkvartettinn [1] (1952-54)

Söngkvartettinn Tígulkvartettinn starfaði á fyrri hluta sjötta áratugarins og gaf þá út nokkrar plötur. Meðlimir kvartettsins voru Guðmundur H. Jónsson, Hákon Oddgeirsson, Brynjólfur Ingólfsson og Gísli Símonarson, en Jan Morávek stjórnaði honum. Það var fyrst árið 1952 sem Tígulkvartettinn lét að sér kveða en þá kom út tveggja laga splitplata með kvartettnum og Soffíu Karlsdóttur,…

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Tíglar [3] (1966)

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur. Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði…

Tígultvistur (1987)

Hljómsveit að nafni Tígultvistur starfaði sumarið 1987 og var að öllum líkindum skammlíf rokksveit skipuð fremur ungum meðlimum. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 28. desember 2017

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…