Tímarit Tónlistarfélagsins [fjölmiðill] (1938-41)

Forsíða síðasta tölublaðs Tímarits Tónlistarfélagsins

Á árunum 1938 til 41 gaf Tónlistarfélagið í Reykjavík út Tímarit Tónlistarfélagsins.

Tímaritið fjallaði almennt um tónlist og var fræðsla mest áberandi efni þess. Fyrsta tölublaðið kom út í febrúar 1938 og er ekki tilgreint þar hver ritstjóri blaðsins var en Kristján Sigurðsson var titlaður ritstjóri þeirra tölublaða sem síðar komu út. Alls komu komu út sex tölublað af tímaritinu – fjögur árið 1938 og eitt árin 1939 og 1940.