
Tíglar frá Skagaströnd
Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur.
Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.