Janus (1980-83 / 2004-)

Janus1

Janus

Hljómsveitin Janus starfaði á Skagaströnd fyrir margt löngu og hafði að geyma gítarleikarann Guðmund Jónsson (Sálin hans Jóns míns o.fl.) en hann var þá um tvítugt. Sveitin sem var að öllum líkindum stofnuð 1980 og starfaði í að minnsta kosti þrjú ár var endurvakin 2004 og hefur komið saman reglulega síðan þá, m.a. lék Janus á sólóplötu Guðmundar, Fuður sem út kom 2007.

Meðlimir sveitarinnar voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Jón Sigurjónsson bassaleikari, Kristján Blöndal trommuleikari, Þórarinn Grétarsson flautu- og munnhörpuleikari, Þorvaldur Skaftason söngvari og áðurnefndur Guðmundur Jónsson gítarleikari. Eitthvað mun Fannar Viggósson einnig hafa verið viðloðandi hljómsveitina Janus.