Nýtt efni í gagnagrunni Glatkistunnar

Síðustu dagana hafa bæst við á fjórða tug færsla í gagnagrunn Glatkistunnar. Um er að ræða flytjendur (hljómsveitir, tónlistarfólk o.fl.) sem byrja á E og J, og eru þær færslur merktar [nýtt]. Slíkar merkingar verða sýnilegar í tvær vikur frá þeim degi sem þær birtast. Auk þess hafa nokkrar eldri færslur í gagnagrunninum verið uppfærðar, þær…

Janúarkvartettinn (1983)

Janúarkvartettinn var söngkvartett starfandi í Dalasýslu í byrjun níunda áratugarins. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfaði en tvö lög með honum komu út á safnplötunni Vor í Dölum, sem gefin var út haustið 1983 og hafði að geyma söng og leik kóra og annars tónlistarfólks úr Dölunum. Meðlimir Janúarkvartettsins voru Jón Hólm Stefánsson, Einar…

Jarðlingar – Efni á plötum

Jarðlingar – Ljós-lifandi Útgefandi: Bílaleigan Vík Útgáfunúmer: JÁ 7913 Ár: 1982 1. Dancing in the middle of the night 2. Ljósverur 3. Bulldog 4. Þú komst ekki heim (í nótt sem leið) 5. Straumur lífsins 6. Þeysireið Þórs 7. Na-na-na 8. Marg oft 9. You 10. Juliet 11. Áramót Flytjendur:  Jón G. Ragnarsson – söngur,…

Jarðlingar (1982 / 1992)

Jarðlingar, samstarfsverkefni bræðranna Ágústs og Jóns G. Ragnarssonar hér fyrrum var fyrst og fremst hljóðversverkefni en þeir munu ekki hafa komið mikið fram opinberlega. Þeir Jarðlingar (Earthlings) gáfu út plötuna Ljós-lifandi árið 1982 en þeir höfðu komið víða við í tónlistarsenunni, og voru þ.a.l. ekki neinir byrjendur í faginu, ýmsir aðrir tónlistarmenn komu að gerð…

Jakob Tryggvason (1907-99)

Jakob Tryggvason organisti og píanóleikari var ekki aðeins mikilvirkur á sínu sviði í hljóðfæraleik heldur var hann einnig öflugur frumherji í öllu tónlistarlífi Akureyringa um áratuga skeið. Jakob fæddist í Svarfaðardalnum 1907, fór í tónlistarnám til Reykjavík og síðar í framhaldsnám til London (eftir seinna stríð). Hann stjórnaði Templarakórnum (Kór I.O.G.T.) á Reykjavíkur árum sínum…

Jan Morávek (1912-70)

Jan Morávek var tékkneskur tónlistarmaður sem fluttist til Íslands eftir stríð ekki ósvipað öðrum erlendum tónlistarmönnum, ílentist hér og starfaði til dauðadags. Morávek fæddist 1912 í Vín í Austurríki, var með eindæmum fjölhæfur tónlistarmaður og var sagður leika á um fjölda hljóðfæri. Hann kynntist fyrri eiginkonu sinni, Svanhvíti Egilsdóttur söngkonu, í Vín og fluttust þau…

Jarlar (1975-77)

Jarlar frá Eskifirði starfaði um tíma um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var að líkindum allan tímann skipuð sömu meðlimum, þeim Þórhalli V. Þorvaldssyni söngvara og bassaleikara, Viðari J. Ingólfssyni trommuleikara (föður Birkis Fjalars trommuleikara og Andra Freys gítarleikara og dagskrárgerðarmanns), Snorra Ölverssyni söngvara, flautuleikara og gítarleikara og Karli…

Jassgaukar (1984-88 / 1994)

Djasshljómsveitin Jassgaukar lék saman um fjögurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn. Kjarni sveitarinnar voru þeir Ari Haraldsson saxófónleikari, Einar Sigurðsson kontrabassaleikari og Helgi Þór Ingason píanóleikari (South River band o.fl.), þeir höfðu eitthvað verið viðloðandi tónlistarskóla FÍH og stofnuðu bandið uppfrá því. Þeir léku á öldurhúsum bæjarins og víðar allt til 1988 en Jassgaukar…

Jassinn (1929-34)

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega danshljómsveitin Jassinn starfaði í Vestmannaeyjum en hún var þó að minnsta kosti starfandi 1929-34. Það þarf vart að taka fram að hún var fyrsta hljómsveit sinnar tegundar í Eyjum, ekki hefur þó verið um eiginlega djasssveit að ræða. Meðlimir Jassins voru þeir Ingi Kristmannsson píanóleikari, Hafsteinn Snorrason saxófónleikari,…

Java tríó (1972)

Engar haldbærar upplýsingar finnast um Java tríóið, þjóðlagatríó sem starfaði árið 1972. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Jazzband Reykjavíkur [1] (1923-24 / 1928-34)

Jazzband Reykjavíkur hefur af mörgum verið talið fyrsta íslenska djassbandið en í raun var ekki um djasssveit að ræða heldur danshljómsveit. Nokkuð er á reiki hvenær sveitin var stofnuð, hið rétta er líklega að sveitin hafi verið stofnuð 1928 en nokkrum árum áður (1923-24) hafði verið starfandi sveit undir sama nafni og að einhverju leyti…

Jazzblaðið [fjölmiðill] (1948-53)

Jazzblaðið kom út um nokkurra ára skeið í kringum miðja síðustu öld. Blaðið var þó ekki fyrsta djasstímaritið hérlendis því Tage Ammendrup hafði gefið út tímaritið Jazz stuttu áður, þegar Tage hætti útgáfu þess blaðs komu Svavar Gests (þá tiltölulega nýkominn frá tónlistarnámi í Bandaríkjunum) og Hallur Símonarson til sögunnar og ákváðu að gefa út…

Jazzhátíð Egilsstaða [tónlistarviðburður] (1988-)

Jazzhátíð Egilsstaða er elsta djasstónlistarhátíð landsins en hún hefur verið haldin árlega samfleytt síðan sumarið 1988. Það var að frumkvæði Árna Ísleifssonar sem hátíðin var sett á laggirnar en hugmyndin ku hafa fæðst er þeir Steinþór Steingrímsson (KK-sextett o.fl.) áttu samtal á gönguferð um Egilsstaði, Árni var þá nýfluttur austur. Árni hélt utan um hátíðina allt…

Jazzhljómsveit Konráðs Bé (1990-91)

Jazzhljómsveit Konráðs Bé er líklega ein af þeim sveitum sem hefur fengið á sig nánast goðsagnakenndan blæ án þess þó að hinn almenni borgari hafi nokkurn tímann heyrt af henni, margir kannast þó við eina lag sveitarinnar sem hún sendi frá sér og er spilað um hver jól í útvarpi. Sveitin sem var súperband, myndað…

Jazzklúbbur Akureyrar [2] [félagsskapur] (1983-)

Jazzklúbbur Akureyrar hinn síðari hefur staðið fyrir og lífgað upp á blómlegt djasslíf norðan heiða frá 1983. Jazzklúbbur Akureyrar var stofnaður vorið 1983 í kjölfar mikillar djassvakningar á Akureyri en stofnfélagar voru fjölmargir. Klúbburinn stóð fyrir ýmsum djasstengdum uppákomum, s.s. námskeiðum og tónleikahaldi, stundum í samstarfi við aðra eins og Tónlistarskólann á Akureyri og Jazzvakningu…

J.S. group (1986)

Hljómsveitin J.S. group starfaði árið 1986 og spilaði þá á tónleikum til styrktar munaðarlausum börnum í Eþíópíu. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

J.H. kvintettinn (1955-60)

Erfitt er að finna upplýsingar um þessa hljómsveit sem oftast gekk undir nafninu J.H. kvintettinn, stundum þó J.H. sextettinn en sjaldnar J.H. kvartettinn. Elstu heimildir um hana er að finna frá 1955 en sveitin byrjaði hugsanlega mun fyrr, hún virðist hafa verið húshljómsveit í Þórscafé lengstum, og var Sigurður Ólafsson söngvari hennar. Elínbergur Konráðsson gæti…

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…

Jamisus (1985-86)

Hljómsveitin Jamisus var starfrækt í um það bil ár, 1985 og 86 en ekki liggja miklar upplýsingar fyrir um þessa sveit. Þeir bræður, Mike og Danny Pollock (Utangarðsmenn, Bodies o.fl.) voru þó í sveitinni sem kom fyrst fram um haustið 1985, líklega einnig hinn einhenti bassaleikari Hlynur Höskuldsson bassaleikari, og aukinheldur gítarleikari sem ekki er…

Jan Morávek – Efni á plötum

Tríó Jan Moráveks [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 41 Ár: 1954 1. Við dönsum og syngjum 1; Litla flugan / Ágústnótt / Litla stúlkan / Vökudraumar 2. Við dönsum og syngjum 2; Selja litla / Lindin hvíslar / Réttarsamba / Manstu gamla daga Flytjendur: Jan Morávek – harmonikka Eyþór Þorláksson – bassi Erwin…

Janus (1980-83 / 2004-)

Hljómsveitin Janus starfaði á Skagaströnd fyrir margt löngu og hafði að geyma gítarleikarann Guðmund Jónsson (Sálin hans Jóns míns o.fl.) en hann var þá um tvítugt. Sveitin sem var að öllum líkindum stofnuð 1980 og starfaði í að minnsta kosti þrjú ár var endurvakin 2004 og hefur komið saman reglulega síðan þá, m.a. lék Janus…

Jakobínarína – Efni á plötum

Jakobínarína – His lyrics are disastrous [epcd] Útgefandi: Rough trade Útgáfunúmer: RTRADSCD347 / [promo] Ár: 2006 1. His lyrics are disastrous 2. Nice guys don’t play good music 3. Power to the lonely Flytjendur: Björgvin Ingi Pétursson – bassi Gunnar Ragnarsson – söngur Hallberg Daði Hallbergsson – gítar og raddir Heimir Gestur Valdimarsson – gítar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2015

Og þá eru það afmælisbörn dagsins: Egill Ólafsson tónlistarmaður er 62 ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og Andrew svo fáeinar séu nefndar.…