Jassgaukar (1984-88 / 1994)

Jassgaukar22

Jassgaukar

Djasshljómsveitin Jassgaukar lék saman um fjögurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn.

Kjarni sveitarinnar voru þeir Ari Haraldsson saxófónleikari, Einar Sigurðsson kontrabassaleikari og Helgi Þór Ingason píanóleikari (South River band o.fl.), þeir höfðu eitthvað verið viðloðandi tónlistarskóla FÍH og stofnuðu bandið uppfrá því. Þeir léku á öldurhúsum bæjarins og víðar allt til 1988 en Jassgaukar höfðu verið stofnaðir 1984. Aðrir sem komu við sögu sveitarinnar um skemmri tíma voru trommuleikararnir Þorsteinn Gunnarsson og Gunnar Jónsson, og Jóhannes Snorrason gítarleikari, ekki er ólíklegt að fleiri hafi staldrað við í Jassgaukum.

Þremenningarnir komu aftur saman 1994 eftir langt hlé og spiluðu þá eitthvað opinberlega.