Könnun – Hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2015?

  Eins og flestum mun vera kunnugt um hafa nú verið valin sjö lög til að keppa til úrslita um hvert verði framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Austurríki þetta árið. Tólf lög voru valin af alls 258 lögum sem send voru í keppnina, og kepptu þau sín á milli á tveimur…

Í fjarlægð – hádegistónleikar Íslensku óperunnar

Tenórsöngvarinn Kolbeinn Jón Ketilsson flytur íslensk og ítölsk sönglög, auk aría úr óperum eftir Carl Maria von Weber og Richard Wagner á næstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu, ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir fara fram þriðjudaginn 17. febrúar og hefjast kl. 12.15. Yfirskrift tónleikanna er  „Í fjarlægð“, en Kolbeinn mun hefja tónleikana á…

Afmælisbörn 13. febrúar 2015

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og múrarameistari er 68 ára gamall. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur, hefur komið víða við á ferli sínum sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir eins og Hljómsveit Illuga, Víbra, Húsavíkur-Hauka…