Könnun – Hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2015?

 

undankeppni eurovision 2015 logoEins og flestum mun vera kunnugt um hafa nú verið valin sjö lög til að keppa til úrslita um hvert verði framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Austurríki þetta árið.

Tólf lög voru valin af alls 258 lögum sem send voru í keppnina, og kepptu þau sín á milli á tveimur undankvöldum um síðustu og þar síðustu helgi. Sex af þessum tólf lögum komust áfram á úrslitakvöldið og sérstök dómnefnd keppninnar bætti sjöunda laginu við. Úrslitin fara fram annað kvöld.

Lesendur Glatkistunnar geta nú kosið um hvert þessara sjö laga þeir telji að verði fulltrúi Íslands í lokakeppni Eurovision. Þessi könnun er auðvitað óháð símakosningu Ríkissjónvarpsins og er einungis til skemmtunar en gæti gefið einhverja vísbendingu um hvernig atkvæðin falla ef þátttakan verður sæmileg.

Sjö lög keppa til úrslita í þessari undankeppni Eurovision sem fyrr segir og verður vægi símakosningar og dómnefndar 50/50. Að því loknu standa tvö efstu lögin eftir og þá verður önnur símakosning sem hefur 100% vægi. úrslitin ættu að verða ljós laust fyrir klukkan 22:00 annað kvöld.

Könnunin verður opin til klukkan 21:00 laugardaginn 13. febrúar og getur hver og einn aðeins kosið einu sinni. Nú er um að gera að deila þessari könnun svo marktækari niðurstöður fáist.