Afmælisbörn 31. mars 2015

Á þessum síðasta degi mars mánaðar eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er 37 ára, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður píanóleikari og…

Afmælisbörn 30. mars 2015

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextugur á þesum mánudegi. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig tónskáld og…

Afmælisbörn 29. mars 2015

Tvö afmælisbörn dagins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er 71 árs. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar, með tónlistarfólki eins og Donnu Summer, Giorgio Moroder, Grace…

Blúshátíð í Reykjavík 2015: blúsdjamm – blúsvagn – blúsgetraun

Blúshátíð í Reykjavík 2015 hefst í dag með pompi og prakt en þá verða ýmsar uppákomur í miðbænum tengdar hátíðinni. Fyrst ber að nefna Blúsdjamm þar sem valinkunni eðalblúsarar hita upp fyrir blúshátíðina á Bókatorginu við aðalinngang Borgarbókasafnsins í Grófinni klukkan 16, aðgangur er ókeypis. Blúsvagn hefur ennfremur verið ræstur í Borgarbókasafninu og mun hann…

Afmælisbörn 28. mars 2015

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu þessa dags: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af plötum sem seldust jafnharðan…

Afmælisbörn 27. mars 2015

Afmælisbarn Glatkistunnar í dag er aðeins eitt: Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og tónskáld (1896-1979) átti afmæli á þessum degi en hann er á margan hátt frumkvöðull í tónlistarsögu Íslands. Hann varð fyrstur Íslendinga til að læra á fiðlu, fór til þess fjórtán ára til Danmerkur og nokkru síðar í framhaldsnám til Þýskalands. Hér heima kenndi hann…

Afmælisbörn 26. mars 2015

Eitt afmælisbarn lítur dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er 41 árs gamall. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.

Blúshátíð í Reykjavík 2015 að hefjast

Blúshátíð í Reykjavík hefst nú um helgina með Blúsdegi í miðborginni. Þá verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2015 á Skólavörðustígnum, bílaklúbburinn Krúser verður með bílasýningu, auk þess sem boðið verður upp á grilluð svínarif, bacon, pylsur og uppákomur á stígnum milli klukkan 14 og 17 á laugardaginn, tónleikar verða á Borgarbókasafninu klukkan…

Afmælisbörn 25. mars 2015

Tvö afmælisbörn eru skráð í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn kunni er 72 ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Akureyringurinn og prentarinn Finnur…

Afmælisbörn 24. mars 2015

Í dag er eitt tónlistar afmælisbarn: Gylfi Kristinsson söngvari er 63 ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var ennfremur í sveitum eins og Rifsberju, Hassansmjöri (sem var einn…

Vök sendir frá sér nýtt lag

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri EP plötu sinni. Lagið nefnist If I Was og er það fyrsta lagið sem við heyrum af EP plötunni Circles sem kemur út 15. maí. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margrétri Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi…

Afmælisbörn 22. mars 2015

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Eyþór Þorláksson gítarleikari er 85 ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Afmælisbörn 21. mars 2015

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu: Bergsveinn Arilíusson söngvari er 42 ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem hafði að geyma gömul lög…

Afmælisbörn 20. mars 2015

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur talsins í dag: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er 68 ára, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru Óðmenn og 5-pence en einnig…

Afmælisbörn 19. mars 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er 82 ára. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima með Sigurði um 1960.…

Afmælisbörn 18. mars 2015

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er 43 ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision framlagið Birta / Angel), haldið…

Afmælisbörn 17. mars 2015

Tveir trommuleikarar koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er 45 ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir, Orgill, SSSól,…

Of monsters and men senda frá sér nýja smáskífu

OF MONSTERS AND MEN tilkynna hér með að langþráð önnur breiðskífa þeirra sem hlotið hefur heitið Beneath The Skin mun koma út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records.  Þessi margrómaði kvintett frumflytur fyrstu smáskífuna „Crystals“ í dag á öldum ljósvakans sem og á Tónlist.is.   Myndband með texta við lagið verður einnig gefið út…

Afmælisbörn 16. mars 2015

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari hinn eini sanni er 45 ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Afmælisbörn 15. mars 2015

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Sigurður Halldór Guðmundsson hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er 37 ára en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið og leikið á hljóðfæri á tugum ef ekki hundruðum platna…

Afmælisbörn 14. mars 2015

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er 64 ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum og kórum eins og Sinfóníuhljómsveit…

Afmælisbörn 13. mars 2015

Nokkur afmælisbörn koma við sögu í dag: Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er 76 ára en hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns R. Einarssonar og Lúdó & Stefáni,…

Afmælisbörn 12. mars 2015

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er 38 ára gömul. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Pálssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf t.d. út plötuna Solo noi árið 2007, söng ásamt systrum sínum á…

Afmælisbörn 11. mars 2015

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona er 88 ára gömul. Þuríður er dóttir Páls Ísólfssonar, lærði söng hér heima og síðan á Ítalíu og þar reis hennar söngferill einna hæst, þótt hún hefði alltaf sungið hér heima líka. Fjölmargar plötur komu út hér heima með söng hennar og var plata hennar, Jólasálmar t.a.m. fyrsta…

Afmælisbörn 10. mars 2015

Á þessum degi koma fyrir fjögur afmælisbörn Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna Valdís er 53 ára. Búi…

Afmælisbörn 9. mars 2015

Í dag koma við sögu tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er 64 ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður Tónlistarbandalags Íslands um tíma.…

Afmælisbörn 8. mars 2015

Tveir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar. Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötugur á þessum merkisdegi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans má þó…

Afmælisbörn 6. mars 2015

Í dag eru afmælisbörnin fjögur en tvö þeirra eru látin Jón Nordal tónskáld er 89 ára. Jón nam fyrst hér heima á píanó auk tónsmíða, héðan lá leið hans til Sviss og annarra landa áður en hann kom aftur heim seint á sjötta áratugnum. Jón hafði orðið fyrir áhrifum módernískra tónskálda og hér heima stefndi hugurinn…

Götupartý – Pop-up borg og tónleikar á HönnunarMars

Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru setja upp pop-up borg og bjóða á tónleika á HönnunarMars í ár, laugardagskvöldið 14. mars klukkan 21:00, þar sem fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn koma fram í porti Hafnarhússins. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson,Sin Fang og Samaris sem allar hafa fengið Kraumsverðlaun fyrir verk sín. Einnig koma fram; Snorri Helgason, Bjartey & Gígja…

Afmælisbörn 5. mars 2015

Aðeins eitt afmælisbarn kemur fyrir í afmælisdagbók Glatkistunnar í dag: Ólafur Þ. Jónsson óperusöngvari hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2012. Hann var fæddur 1936 og hefði því orðið 79 ára í dag. Ólafur nam söng og leik hér heima hjá Sigurði Demetz og fleiri söngkennurum áður en hann hélt til…

Afmælisbörn 3. mars 2015

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er 53 ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla Sigurðar Demetz. Þorvaldur Bjarni…

Afmælisbörn 2. mars 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö á þessum degi: Fyrstan skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er 33 ára gamall. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur Óskar Guðmundsson afmæli en hann er 28…

Afmælisbörn 1. mars 2015

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag: Árni Johnsen Vestmanneyingur og fyrrverandi alþingismaður er 71 árs. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar Vestmannaeyingum eftir gos, og hefur…