Afmælisbörn 18. mars 2015

Einar Bárðarson1

Einar Bárðarson

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi:

Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er 43 ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision framlagið Birta / Angel), haldið tónleikaviðburði og komið að menningarviðburðum frá ýmsum hliðum. Einar lék og söng sjálfur með hljómsveitum í gamla daga, má þar nefna Dansband E.B. og Tomma rótara.