Afmælisbörn 17. mars 2015

ingólfur Sigurðsson trommuleikari

Ingólfur Sigurðsson

Tveir trommuleikarar koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins:

Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er 45 ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir, Orgill, SSSól, Hunang, Greifarnir, Konsert, Lalli og ljósastauragengið, Spútnik og Pláhnetan

Þorsteinn (Gestur) Eiríksson trommuleikari (1927-2004) átti einnig þennan afmælisdag en hann lék með ýmsum hljómsveitum á árum áður. Þorsteinn sem venjulega var kallaður Steini Krúpa (hafði ámóta trommustíl og Gene Krupa), lék til að mynda með hljómsveitum Braga Hlíðberg, Árna Ísleifssonar, Jan Morávek, Jónatans Ólafssonar, Jónasar Dagbjartssonar og mörgum fleirum en hann rak einnig eigin sveit um tíma, Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar. Hann lék í aldarlok með slagverkstríóinu Slagbítum.