Blúshátíð í Reykjavík 2015: blúsdjamm – blúsvagn – blúsgetraun

Blúshátíð í Reykjavík 2015 hefst í dag með pompi og prakt en þá verða ýmsar uppákomur í miðbænum tengdar hátíðinni. Fyrst ber að nefna Blúsdjamm þar sem valinkunni eðalblúsarar hita upp fyrir blúshátíðina á Bókatorginu við aðalinngang Borgarbókasafnsins í Grófinni klukkan 16, aðgangur er ókeypis. Blúsvagn hefur ennfremur verið ræstur í Borgarbókasafninu og mun hann…

Afmælisbörn 28. mars 2015

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu þessa dags: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af plötum sem seldust jafnharðan…